Á fróni...

föstudagur, janúar 31, 2003

Jæja loksins komin helgi. Við nennum ekki að standa í stórræðum í eldhúsinu þ.a. við ákváðum að gera pizzur, þar sem hver setur á sína pizzu það sem hann vill - ekkert vesen eins og; "ég vil ekki sveppi", "ekki svona mikið af kjötáleggi" o.s.frv. Þar sem við eigum oft erfitt með að stilla magni í hóf og endum með nokkurra daga afganga þegar við eldum e-ð skemmtilegt í eldhúsinu, þá ákváðum við að bjóða Ölmu og Nonna, nágrannafólki okkar, fyrirvaralaust að eta með okkur - þar sem fyrirhöfnin er engu meiri því hver útbýr sína flatböku. Á boðstólnum er m.a. ferkt krydd, ræktað í gluggakistunum, ýmisskonar kjötálegg úr Netto, fjórar gerðir af ostum og svo að sjálfsögðu laukar. Það eina sem þarf að gera er að klippa niður kryddið og svo skera niður allt heila klabbið og kom jólagjöfin hennar Söru sko aldeilis að góðu gagni. Húsbóndinn næstum tapaði sér í "niðurskurðinum" meðan húsfrúin hrærði í deigið. Þá er bara að vona að það verði ekki mikill afgangur. Reyndar höfum við ekki miklar áhyggjur af því, því Nonni nágranni etur á við þrjá, enda júdógarpur mikill.

Svo er það bara að skola niður með nóg af dönskum bjór...enda telst hann vart til hlunninda hér.