Á fróni...

föstudagur, janúar 31, 2003

ohhh .... ekki nógu góður leikur en mikið rosalega var gaman að hlusta á útsendinguna af rás 2. Það var samt hálf asnalegt að horfa á danina tekna í XXXX á Tv2 og hlusta á rosalega líflega og tilfinningalega lýsingu íslenska þularins um leið. Það hefur oft verið sagt að íslendingar séu lokaðir og kaldir ... en þegar kemur að handabolta verða allir vinir ;) þvílíkur hiti og þvílík ástríða. Annað var upp á teningnum hjá þulum Svíþjóðar og Danmerkur. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á eins flata útsendingar af íþróttaviðburði eins og raunin var í gær. Það er sem sé satt hvað stendur í dönskukennslu bókinni, "danir eru lokaðir, femnir og þora ekki að láta tilfinningar sínar í ljós" Vissulega eru fleiri breytur inn í í dæminu sbr. léleg framistöða eða skortur á þulareynslu (maður veit aldrei) en KOMM ON .... þetta var alveg hrikalega flat og leiðinlegt á að hlusta. Ætli frændur okkar taki ekki lífsleikni í menntaskóla? eða æfi sig í blæbrigðum raddarinnar? hhhuumm ???
Kannski að Gusan skelli sér til Lissabon til að horfa á leiki helgarinnar.... ef ekki þá bara ÁFRAM ÍSLAND