Fyrir þá sem elska kaffi og eru kaffifíklar eins og Gusan er þetta tæki alger snilld. Tækið er mjólkurpískari. Menn fjárfesta í ránddýrum kaffivélum (ekki það að mig langi ekki í svoleiðist græju en ekki strax...) sem er alveg hundleiðinglegt að þrífa þar sem mjólkin freyðist upp stútinn og harðnar. Allavega er mjólkurpískarinn hér til umræðu en ekki kaffivélar. Kosturinn við pískarann er óneitanlega stærðin, sem er viðráðanleg í allar töskur og er þess vegna mögulegt að taka hann með í tjaldútileguna, sumarbústaðinn, sumarfríið og þess vegna í heimsókn til nágrannans sem er ekki fyrir kaffi en vill bjóða upp á það fyrir kaffifíkla eins og mig :o Ég hef meira að segja hrært rjóma í kakó um jólin, bara setja smá rjómaslettu í kakóbollan og on.... sisississiisisi og rjóminn tilbúin... ekkert uppvask bara tóm snilld ;)
Ég mæli með þessari græju fyrir alla kaffiunnendur og skora bæði á Kaffitár og Whittard í Kringlunni ef þeir selja hann ekki nú þegar, að vinna í því strax.
Ég mæli með þessari græju fyrir alla kaffiunnendur og skora bæði á Kaffitár og Whittard í Kringlunni ef þeir selja hann ekki nú þegar, að vinna í því strax.