Mánudagar og miđvikudagar eru málaskóladagar. Ţá fer ég í dönskukennslu fyrir útlendinga en markmiđ ţeirra sem vilja klára dönskunámiđ samsvarar studentsprófi í dönsku heima. Ég tók nú ekki dönskuprófiđ međ glans á sínum tíma og ţrátt fyrir ađ hafa pappíra upp á studentspróf í dönsku ákvađ ég ađ skella mér svona til ađ rifja upp skemmtilegar minningar frá dönskukennslunni í Snćlandsskóla og MS . Bćkurnar eru ágćtar en mér líđur eins og sé komin í Snćland aftur... međ Valborgu bak viđ kennararborđiđ. Ef mađur er ekki međ 85% mćtingu ţá er manni hent út úr skólanum og ađ fá frí vegna prófa í öđrum skóla eđa veikinda barna er ekki umsemjanlegt. NEJ, det er ikke muligt.... Ég hef ekki veriđ undir svona ströngu eftirlit í mörg ár, meira ađ segja í MS ţurfti margfalt meira til en ţetta, til ađ vera hent út úr skólanum eđa falla á mćtingu. Í gćr kórónađi kennarinn alla dönskukennsluna mína frá upphafi ţegar viđ áttum ađ syngja ţjóđlag frá 1910. Í Snćlandi var notast viđ Kim Larsen sem mér finnst algert ćđi í dag :o ... en ţetta var rosalegt. Í fyrsta lagi var textinn á mjög gamalli dönsku og ţakkađi ég Guđi fyrir ađ vera íslendingur og skilja hvađ lagiđ gekk út á en gat ekki alveg séđ fyrir mér íranan, marakkóbúan, spánverjan, ungverjan og hollendingana tengja ţetta saman viđ sína menningu. Í öđru lagi sló kellingin í borđiđ til ađ halda takti og sönglađi eins og laglaus prestur fer međ blessunarorđ í messu. Í ţriđja lagi sagđi hún ađ mađurinn hennar vćri organisti og viđ ćttum eftir ađ syngja fullt af álíka ţjóđlagasálmum um hvernig líf danska almúgans var í upphafi 19. aldar ţar sem Guđs orđ var fyrsta og síđasta orđiđ. Vóóóhhh... hvađ ég er orđin umburđarlynd.
ţriđjudagur, janúar 28, 2003
<< Home