Á fróni...

fimmtudagur, janúar 23, 2003

22. janúar ´03
Sómalar hafa verið taldir baggi á danska velferðakerfinu þar sem stór hluti þeirra vinnur ekki heldur þiggur atvinnuleysisbætur og flóttamannabætur og styrki  og og og... Þegar maður talar við dani og spyr þá um innflytjendur, þá eru sómalarnir ofarlega á lista yfir þá innflytjendur sem danir vilja ekki fá eða vilja losna við.  Heyrst hefur að í Sómalíu vinni konur öll verk og karlarnir geri ekki neitt þess vegna kunna Sómalskir karlmenn ekki að vinna. ... En Somalia mænd ikke arbejder...  Sel þennan frasa ekki dýrari en ég keypti hann á en í gær las ég mjög áhugaverða grein í dönsku blaði.  Viðtal við sómala, konuna hans og börnin sex.  Maðurinn flutti heim til Sómalíu eftir sex ára búsetu í Danmörku.  Blaðamaðurinn vildi vita, hvers vegna fjölskyldan flutti frá Danmörku þar sem hann fékk allar þessar bætur, styrki og fría menntun, ókeypis aðganga að heilbrygðiskerfi og, að hann taldi betra líf.  Svarið var einfalt, danir eru rasistar, við fáum ekki vinnu við okkar hæfi þrátt fyrir menntun og starfsreynslu. Danskt samfélag sýnir okkur ekki þá virðingu sem við eigum skilið, þar sem allir sómalar eru stimplaðir auðnuleysingjar. Heima í Sómalíu fáum við bæði virðingu og atvinnutækifæri sem eru manni samboðin. Vissulega höfum við fjárhagslega úr minnu að moða og svo er aðgangur að lyfjum og læknum takmarkaður en okkur líður betur hérna. 

Hver segir svo að velferðakerfið með öllum sínum styrkjum og bótum leysi allan vanda og að peningar séu allt !!!!!
Sara


22. janúar ´03

Það er nú ekki allt eins á Íslandi og í Danmörku.  Komst að því er leit stóð að nýjum rúmfötum. Í einfeldni minni hélt ég, að ég gæti bara farið i næstu búð og keypt þau rúmföt sem mig langaði í. Abbabab.. heyrðist í Guðmundi, róleg, koddaverið er of lítið.  Vitleysa... sagði ég, gömulu koddarnir eru keyptir heima og varla eru íslendingar með sér rúmfatastærðir...eða koddastærðir. 

Jú jú mikið rétt í Danmörku er venjuleg koddastærð 60*63 eða 50*60 en koddarnir að heiman eru það ekki.  Hvaa.. það hljóta að vera til mismunandi stærðir af koddum alveg eins og sængum sagði ég. Við leituðum og leituðum... ekkert.  Ég, óþolandi viðskiptavinurinn spurði afgreiðslustúlkuna um hvort væri ekki til aðrar stærðið af koddum.  Nej nej, svaraði skvísan, det er standard skandinavisk størrelse.  Aha og ég helt að Ísland væri hluti af skandinavískum rúmfatastærðum fyrst við berum okkur ansi oft við hin norðurlöndin en það á allavega ekki við í þessu tilfelli.

Við nánari eftirgrennslan og ábendingar frá vinum langar mig að segja tvennt.  1) Ég veit að er Ísland ekki hluti af skandinavíu heldur norðurlöndum og 2) þá frétti ég í dag, að koddastærðir í Danmörku eru ekki þær sömu og í Noregi og Svíþjóð.  Þetta hef ég eftir manni sem er bransanum...  Spurning mín er því þessi... hverjar eru þá "standard" koddastærðir í Noregi og Svíþjóð?

Sara


20. janúar ´03

Mikið rosalega er fyrsti kaffibollinn alltaf góður og sérstaklega með morgunblaðinu á mánudagsmorgni.  Ný og fersk vika framundan og sólin hækkar og hækkar.  Helgin var fín, kíktum í Lyngby á útsölur á laugardaginn og fórum í mat til Siggu Birnu frænku um kvöldið og borðuðum kjúkling tikkamasala. Við kíktum á fælles barin og hittum tvær færeyskar stelpur.  Vá ég hélt að Ísland væri lítið en heimurinn er það (og Færeyjar líka). Upp úr spjallinu kom, þegar Gummi sagðist vera ættaður úr Færeyjum, að önnur þeirra þekkti til færeyskra frænda Gumma og ég veit ekki hvað...  Svo kom til tals færeyingurinn sem er með mér í lesigrúbbu. Já já sagði önnur þeirra, ég þekki hann vel, hann er nú gamall kærastinn.  Váá... Ísland er ekki bara lítið, heimurinn er það :O  Þessar píur voru sem sé alveg hrein snilld...  Í gærkveldi fórum við í kaffiboð til Nonna nágranna og konunnar hans, Ölmu.  Mér finnst ekkert smá notalegt að eiga að nágranna, Nonna nágranna, það er svo heimilslegt.  Allavega fengum við rosalega góða skúffuköku, m/rjómaslettu og margskonar osta. Notaleg kvöldstund þar.  Svo fekk ég email frá Olgu systur er við komum heim úr heimsókninni...settið mitt, Olga og amma og afi í Hrísey eru að koma hingað um páskana.. úúúú... hvað það verður skemmtilegt :)

Sara


17. janúar ´03

Jæja... námspappír og reikningar komnir í möppur... tók allan daginn ekkert smá leiðinlegt á meðan því stendur en mikið rosalega er maður feginn þegar þetta er búið og draslið komið upp í hillu.  púfff...

Politiken var með áskriftartilboð í vikunni og lét ég tilleiðast að kanna blaðið í 6 mánuði og greiða 1.120 dkk. fyrir.  Ágætis tilboð.  Sölumaðurinn nokkur skondinn típa, ætlaði ekki að sleppa okkur inn í Kvickly en komust á endanum.  En það var eitt sem stóð uppúr þessu samtali við félagann.  Per blað, sem ég fengi heim í gegnum lúguna á fullu áskriftarverði, kostar það sama og eitt stykki í lausasölu.  Ég skildi þetta ekki alveg og spurði hvort ég skildi rétt.... já já svaraði félaginn, það kostar nefnilega að fá blaðið sent heim.  Ahh... hugsaði ég engin furða að þið séuð í áskriftarátaki!!! Fékk síðan fyrsta blaðið í morgun.  Fínt blað og áhugaverðar greinar verst hvað danskan mín er háð orðabókinni...en sem komið er.
Sara



16. janúar 2003

Er að reyna mana mig í að fara raða glósum og reikningum í möppu... en þar sem mér finnst það afskaplega leiðinlegt þá er ég enn fyrir framan tölvuna að vafra og hlusta á rás 2. 

Er nokkuð ánægð hvernig lærimeistarinn minn Dr. Baldur Þórhallsson er góður við að fjalla um Ísland og samrunaþróun Evrópu á málefnalegan hátt enda góður fræðimaður.  En þetta er einmitt sem vantar í umræðu um Evrópumál á Íslandi... málefnalega umræðu.  Mæli með öllum sem hafa áhuga á samrunaþróun Evrópu og stöðu Íslands að rýna í bók Baldurs, The Role of Small States in the European Union 
Sara


svanurinn.jpg

Um daginn fórum við Guðmundur að sinna einu áhugamálinu sem er hönnun. Í tilefni að 100 ára afmæli danska hönnuðarins Arne Jacobsen var sýning í Louisiana safninu á verkum og ferli Arne.  Mikið rosalega var gaman að skoða verk Arne og mikið ótrulega kom hann niður á marga ólíka þætti hönnunar. Allt frá landslagshönnun til hönnunar blöndunartækja, hnífapara, hurðahúna, lýsingar, húsgagna og textstíls.  Uppáhalds húsgagnið mitt eins og er, er Svanastóllinn.  Þetta er stóll sem tekur brosandi á móti manni þegar horft er á hann... og það er ekki óþægilegt að sitja í honum eins og er oft með flott húsgögn.  "Stundum" er flott hönnunn mjög ópraktísk þar sem hún er eingöngu flott en hefur ekki mikið notagildi. Á sýningunni voru skissur af stólnum ... ekkert smá svalt að sjá það :o
Sara


15. janúar 2003
Loksins loksins er þessi helgi búin, mikið var hún ömurlega leiðing. Byrjaði á því að vera gómuð í lestinni þar sem vantaði eitt Zone uppá og ...þýðir tæpar 6000 ISK í sekt... djövull var ég fúl.  Allavega var mikið drukkið af kaffi og kóki...fékk koffín tremma í gær.  Svo reyktu þeir félagar karton af sígarettum þannig að ég gersamlega reyktist þessa helgi í orðsins fyllstu merkingu.  Er hundóánægð með minn hluta verkefnisins og tel ég það vera kraftaverki líkast ef ég næ (við) og til að bæta gráu ofan á svart... þá festist ég í metróinu í hálftíma á sunnudagskvöldið, þreytt, pirruð, óánægð.  Ég kom  heim með svo mikla skeifu að það er langt síðan skeifan var svo stór...

Er búin að jafna mig... Gummi fékk smá púst og Fjóla frænka líka og núna er ég kominn í gírinn.  Fékk góðar fréttir að heiman, nýmalað kaffitárs kaffi og randalínu frá tengdó og nóakropps poka.... var búin að gleyma hvað það smakkaðist vel. Allavega er ég komin í vetrarfrí og ætla njóta þess vel...
Sara


8. janúar ´03

Vá.. nú fyrst ég orðin stressuð yfir heimaprófinu sem skila á 13. janúar kl. 12:00.  Strákarnir í grúppunni minni er ekkert smá rólegir á því og ... eftir daginn í dag er ég orðlaus.  Hvorugir búnir að lesa allt efnið sem við völdum og á að skrifa um, þrátt fyrir að færeyingurinn hefði verið veðurtepptur í Færeyjum og hefði nægan tíma til að lesa...  og miðbæjarrottan enn þá að jafna sig eftir áramótadjammið...

suss suss suss

Þetta er gallinn við að vinna með hinu kyninu í verkefnum.
Púff ...þetta verður löng og svefnlítll helgi :(
Sara


7. janúar ´03

Það er merkilegt hvað tíminn hefur liðið hratt, bara komið nýtt ár.  Þegar ég hugsa til baka þá var síðasta ár nokkuð viðburðaríkt, fimmtugsafmæli okkar, ein háskólagráða, flutningur til frá heimahögunum til framandi lands með allri þeirri óvissu sem því fylgir. Nýr skóli, nýtt tungumál, ný vinna og nýtt heimili.  Það er með ólíkindum hvað mannskepnan er dugleg að aðlaðast nýju umhverfi..  Nokkuð sátt við síðasta ár !!! en hvernig ætli það næsta verði?? 

Ég hef nú verið þeirrar skoðunnar að mennirnir skapi sér sín eigin tækifæri, bullandi frjálshyggja ... ætli ég hafi setið of marga tíma hjá Hannesi? 
Sara