Á fróni...

fimmtudagur, desember 18, 2003

Heimaprófið er gleymt og grafið en þetta verður í síðasta skipti sem ég tala um þetta fokking próf. Jólaskapið er sem sé komið til Holte og hefur pósturinn komið á hverjum degi annað hvort með jólakort eða pakka frá vinum og vandamönnum. OHHH hvað það er notalegt að fá svona skemmtilegt með póstinum og fá smáköku smakkið og randalínur sem kom með vinnufélaga Guðmundar... íhíhhiii nammi gott. Núna er bara verið að taka til, þrífa skítinn og gera jólin velkomin. Ég er nú samt þannig að jólin koma alveg þótt að eldhúskáparnir séu teknir eða fataskáparnir endurskipulagðir... en náðarhúsið verður að vera þrifið.

en áfram með tiltektina...