Á fróni...

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Núna er mútta farin öhhhhhh.... tár tár

...en það var nú samt ágætt enda þarf ég að fara eyða tímanum í lestur enda próf framundan. Við mamma erum búnar að fá nóg af búðarrápi enda þræddum við bæinn þveran og endilangan og ef e-r vill fá upplýsingar um skóbúðir í köben þá bara tala við mig eða múttu!!! Vesalings mamma þurfti síðan að taka með sér allt sem hún keypti, bæði fyrir sig og aðra, ásamt jólapökkum sem fara eiga heim á frón. Annars var helgin ósköp notaleg enda gott að hafa múttu nálægt sér og stutt í mömmulyktina, við drukkum eðal hvítvín, borðuðum góðan mat, fórum í eitt stykki 1.árs afmælisveislu til Helenu Evu Pálsdóttur og fengum fullt af nammi nammi góðu að borða. Ég og mamma erum svo skemmtilegar saman að vesalings húsbóndananum var stundum misboðið... þvílík fíflalæti og vitleysisgangur, bóndinn hrissti bara höfuðið!!!

BÖRN undir 20 ekki lesa næstu skrif

Annars rákumst við bóndinn á frekar ógeðfeldan heimildarþátt um sölu barna til kynlífsþjónustu í Rúmeiniu og Ítalíu, nánar tiltekið í Búkarest og Milano. Ég hef nú í gegnum tíðina horft á allavega sjónvarpsefni en mikið DJÖVULL (afsakið orðbragðið) fór þetta fyrir brjóstið á mér. Mikið DJÖVULL er fólk SIKKKKK.
Þetta var breskur blaðamaður sem væntanlega hefur verið rúmeni þar sem hann talaði rúmensku og gat bablað ítölsku líka. Hann var búin að rannska barnamisnotkun í e-r ár og sporin leiddu hann til þessara landa. Gæjinn var með faldar myndavélar í bílnum sínum og á sér þannig að áhorfandinn fekk að sjá og heyra allt. Í Búkarest talaði hann við götutráka, 12 til 17 ára sem höfðu í gengum breskan homma sem heitir Tom, selt sig til kynlífs, bæði honum (Tom) og öðrum vestrænum körlum. PIMP-ið hélt úti heimsíðu með myndum af þessum strákunum sem við fengum síðan að sjá með blörrað höfuð og kynfæri, og blaðamaðurinn sjálfu sýndi strákunum sjálfan sig á netinu. Strákurinn sem BM(blaðamaðurinn) talaði við sagðist hafa búið hjá þessum Tom og þeim tíma notaði hann strákin til samræðis og tók af honum myndir, gegn því að strákurinn fekk að búa hjá Tom. BM tók sig til og sendi email á Tom um hann hefði áhuga á að hitta e-n strák á síðunni (en það stóð neðst á heimasíðunni um að það væri mögulegt gegn greiðslu) Viti menn hann fekk svar og áhorfandinn fekk að sjá TOM. BM sjálfur fór ekki vegna þess að hann var ekk vestrænn í útliti heldur fór vinur hans. Þennan tíma sem Tom og "viðskiptavinurinn" voru saman (bauð honum heim í íbúðina til að láta viðskipavinin velja strák frá heimasíðunni) talaði Tom ekki um annað en hversu gott væri að taka þennan strák og þennan, rak út úr sér tunguna og slefaði. Þessi kroppur, tók hann um daginn og bróðir hans í gær...

Ég og Guðmundur orðlaus fyrir framan sjónvarpið og bara aldrei og ég meina ALDREI hef orðið vitni af öðru eins, shitt....

"viðskiptavinurinn" fekk síðan strák 15 ára sem talaði lélega ensku en var nýr í þessum geira. Tom hafði talað um að senda stráka til Evrópu til góðra kunna, annar þeirra var arkitekt í Þýskalandi og hinn var dómari. "viðskiptavinurinn" hafði áhuga á hvernig Tom gæti ferðast með þessa stráka milli landa þar sem lög í Rúmeinu meina öðrum en foreldrum að ferðast með börn. Foreldrar þessara drengja gefa skriflegt samþykki vegna þess að húsleiga, hiti, rafmang, sími og matur er greitt fyrir foreldrana þess vegna geta þau ferðast. ERU ÞIÐ MEÐ.... fokking foreldrarnir gefa PIMP-unum heimild gegn því að dagleg útgjöld eru greidd!!! Þetta á eftir að versna.
Í Milano hafði BM heyrt um að börn væru til sölu. Hann sagði að því sem hann komst að því hvað væri í gangi í Mílano kæmi honum mest á óvart í öll þessi ár sem hann hefði rannsakað barnakynlífssölu. Á e-u torgi þar sem rúmeinar voru í meirihluta seldu foreldrar börnin sín. Já upp í bílinn settist strákur fæddur 1988 og faðir hann deildi við BM um verðið fyrir 30 mín eða 60 mín. Hann útskýrði fyrir BM hvers vegna hann seldi strákinn og það var vegna þess að þá vantaði peninga. Mamman vissi ekki neitt um neitt og strákurinn var seldur BM á 40 evrur fyrir 30 mín. Faðirinn seldi strákinn sinn á kvöldin en á daginn fór strákurinn í göngugötuna í Mílano og betlaði af fólkinu þar. Meira að segja var BM boðið 10 gamall strákur sem síðan gugnaði þegar hann átti að fara einn upp í bíl með BM og vildi fá frænda sinn með.

Þarna var mér allri lokið.... og er ég enn orðalaus. Það sem kemur mér mest á óvart er að það skuli vera eftirspurn eftir svona þjónustu, að fullorðið fólk hafi áhuga á því að komast yfir börn.
Ég hef verið á þeirri skoðun að vændi muni alltaf vera til staðar svo framarlega sem eftirspurn sé eftir því og að í flestum tilfellum þá er sá einstaklingur sem býður fram blíðu sína að gera þetta vegna þess hann vill það. En um leið og fólk er þvingað í þessa þjónustu þá er þetta orðið vandamál og þá er hægt að tala um þrældóm þar sem einstaklingum er haldið gegn vilja sínum, sbr. þegar konur eru ginntar með gylliboðum frá gömlu austur-Evrópu til vinnu en enda síðan í vændi. En hvað er þetta þegar foreldrar eru farnir að selja börnin sín fyrir pening. Hvernig getur maður skilgreint það? Er það vændi eða sifjaspell eða hvorugt? Þessir strákar gerðu þetta vegna þess þeir voru beðnir um þetta og gætu flúið að heiman ef þeir vildu ekki selja sig. Er hægt að hjálpa þeim sem ekki vilja hjálp? Ég bara er orðlaus...

Þátturinn endaði á að BM sagðist hafa gefið allar upplýsingar sem komið hefðu fram til lögreglunnar í UK-en ekki hvort Tom hefði veri tekin.

Ég vaknaði allavega í nótt og gat ekki sofnað aftur þar sem þessi þáttur olli mér heilabrotum...svo ógeðfelt að ég hefði aldrei vilja trúa því að svona hlutir ættu sér stað nú á dögum.