Á fróni...

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Brauðbakstur og jólapúrtvín

Bóndinn stendur í ströngu þessa stundina þar sem hann hamast á deginu eins og besti bakarameistari. Við ákváðum að baka brauð enda brauðið næstum búið frá því í fíluvikunni og mútta á næsta leiti. Þetta verða örugglega 4 eða 5 stk. af brauði enda bakað úr 2 1/2 kg af hveiti og dugar væntanlega út nóvember. Úff hvað ég hlakka til að sjá múttu og væta hana með jólapúrtvíni. Mamma nefnilega elskar gott púrtvín og þegar við hjónin vorum í Þýskalandi að kaupa bjór og d-kóla, þá valdi ég eina góða púrtvín. Flaskan er frá árinu 1988, sama ár og Ottó jr. frændi fæddist og ég synti enn í innilauginni í Fjölbraut í Breiðholti. Þegar sá tímarammi er skoðaður ÞÁ er langt síðan... Púrtarinn bragðast eins og hugur manns meira að segja var korktappi í flöskunni eins og góðum vino tinto y vino blanco. Ég hef alist upp við að hafa púrtvín í jólaflöskunni frá holmegaard hver jól (einu sinni setti pabbi reyndar ojj ákavíti sem ekki nokkur lifandi maður drekkur). Þannig að þegar ég eignaðist jólaflöskuna þá varð bara að vera Púrtari í. Málið er að í desember fær maður svo mikið af gúmmulaði og sætindum að mig langar ekki í sæt vín. Þess vegna er tilvalið að starta jólastemningunni með því að setja gott púrtvín í jóladagatalsflöskuna.

Skál fyrir því.