Á fróni...

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hvordan organisationer fungerer er bókin sem verið er að hamstra núna... gengur vel loksins þegar ég hrökk í gang. Helgin var róleg fór í lestur og jólastúss... skemmtileg blanda!!! Tengdó kemur á föstudaginn og verður helgina í Köben, svona til að smakka á jólastemningunni og drekka jólabjór með syninum. Þannig að vikan verður að vera afkastamikil. Það sem hrjáir mig einna mest þessa vikuna ofan á eitt verkefni og próflestur eru blessuð jólakortin. En þau eru búin að vera í undirbúningi síðan í október. Ó já síðan í október og enn þá eru þau ókláruð. Það er þvílík vinna að skrifa á öll jólakortin og hef ég ár eftir ár alltaf sent miklu fleiri jólakort en ég hef fengið.

Hvernig getur maður útskýrt það?

1. Vinir og vandamenn nenna ekki að senda okkur kort
2. Vinir og vandamenn gleyma að senda okkur kort
3. Vinir og vandamenn bera við tímaleysi - það er svo mikið að gera í desember og bera fram tómar innihaldslausar afsakanir " æji ég ætlaði en svo hafði ég ekki tíma"

Hvað myndi gerast ef við hættum að senda kort til þeirra sem senda okkur, nú ætli þeir hætti ekki að senda okkur kort um næstu jól. Þar sem við erum að vinna að þessum blessuðu kortum sem taka tíma frá mér, þá fór ég að hugsa um þetta. Mér finnst svo lélegt þegar vinir manns, sem eru kannski barnlausir og einhleypir geta ekki drullast til að skrifa nokkrar línur og þakka fyrir liðið ár og þær samverustundir sem við áttum með viðkomandi. Maður myndi kannski skilja afsakanir hjá barnafjölskyldunum. Mér finnst nefnilega ekkert eins notalegt eins og að opna jólakortin og fá allar hlýju kveðjurnar frá vinum og fjölskyldunni þegar maður stendur á blísti, búin að renna frá eða farin í náttfötin seint á aðfangadagskvöld. Þegar jólaljósin og ilmurinn af trénu vermir mann að innan. OHHH .... hvað ég hlakka til jólanna.

en bókin bíður...