Á fróni...

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Stuðmenn í Köben

eru tónleikar sem ég ætla ekki að missa af!!! Þegar ég heyrði þá ætla koma til Köben til að spila í Tívolinu fór ég á netið til að finna miða en fann út að Flugleiðir í Kringlunni eru þeir einu sem selja miða á 22.900 en með flugfari og aðgangi að Tivolinu um leið. Ég sendi tölvupóst á þá félaga sem ég fann á heimasíðu Stuðmanna og viti menn ég fékk svar!!! svarið kemur hér:

Hæ,
Hver hefði trúað því að Stuðmenn myndu loksins fá að spila í Tívolí.
Tónleikarnir sem haldnir eru af Stuðmönnum og Icelandair eru í
tengslum við tökur á nýju Stuðmannamyndinni "Í takt við tímann"

Þessi stórviðburður mun eiga sér stað laugardaginn 13. september nk.

Hvernig væri að hrista saman vinnufélagana eða saumaklúbbinn og
skella sér til Kaupmannahafnar á tónleika með Stuðmönnum og
Icelandair.

Í tilefni tónleikanna býður Icelandair sérstök Stuðmannakjör 22.900,-
Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, þjónustugjöld,
aðgangur að Tívolí og miði á tónleikana í Kristalsalnum.

Hagstæð hótelgisting er einnig í boði.

Hægt að velja um brottfarartíma, dvelja t.d. í eina til sjö nætur,
allt eftir hentugleika hvers og eins.

TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í TÍMA!

Miðar eru eingöngu seldir á söluskrifstofu Icelandair í Kringlunni og
Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100

En við látum þig vita þegar við vitum hvar og hvernig þú getur að
nálgast miðana í Köben.

Vonandi sjáumst við,
kær kveðja,
claudia & Stuðmenn



Ég fæ sem sé tölvupóst seinna um hvar ég get keypt miða á þessa tónleika!!! en ég fékk hugmynd, kannski ætti ég bara að gera þeim tilboð, ég sel miðanna og fæ frítt inn á tónleikanna og kannski fæ að taka með þeim eitt lag... komdu sæll og blessaður!!!!
Það yrði feitt rokk....

á ekki að mæta á svæðið?