Á fróni...

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Heitt og notalegt

er enn í Danmörku og sumum finnst nóg komið með hitann. Mér finnst þetta afskaplega notalegt og kvart ekki en ungviðið tekur kassa af sunlolly á dag og liggur í móki í sundlauginn okkar. Holte rúlar þessa daganna. Reyndar erum við enn að ná okkur eftir 7 tíma heimsókn á Bakken, seint á laugardagskvöldið komum við heim og skuggalega svartir fætur voru með í för, að ásýndin minnti mig á Gísla, Eirík og Helga, þegar þeir gátu ekki þekkt fætur sína í sundur. Reyndar börðum við Guðmundur ekki í fæturna á börnunum til vita hver átti hvaða leggi en engu að síður fannst mér þetta fyndið. Turpassinn virkaði vel og sumir snáðar fóru allt að 10 sinnum í sum tækin, klessubílarnir, þrautarskipið, minnsti rússibaninn og bollarnir voru vinsælastir. Ölið rann í okkur Guðmund þar sem sem hitinn var rosalega mikill og sumir endalaust í sömu röðinni, sem sé eitt af ofangreindu þannig að við fengum okkur sæti og drukkum öl. Kannski ekki rosalega ábyrgðarfullir "foreldrar" en danskir vorum við!!!

Í dag er hinsvegar háskýjað og e-ð hefur rignt sem er gott þar sem þá þarf ég ekki að vökva sólblóma-skóginn. Í gær slóg öllu rafmagni út í eldhúsinu og holinu, djövullinn hugsaði ég og hvað á maður gera.... grilla í marga daga á meðan við bíðum eftir iðnaðarmanni- þeir eru svo lengi að koma sér á staðin eins og þeir íslensku!! Eftir leiðbeiningum frá bóndanum um að slökkva á öllum rofum og prufa svo ískápinn sér og frystikistuna sér ... og já einangra rafmagnstækið sem olli þessum leiðindum. Allt gerði ég eins og mér var sagt og allt kom fyrir ekki. Bóndinn kom heim og ekkert gekk heldur, meira að segja skrúfaði í sundur þetta og hitt með rafmagnshelda skrúfjárninu eins og honum einum er lagið.... en ekkert gekk heldur. Hann fór út og reyndi að ná á húsvörðin sem nennti ekki að koma og sagðist koma í fyrramálið sem hann og gerði. Viti menn Guð sjálfur var mættur á svæðið þar sem hann lyfti upp helv.... tökkunum í töflunni sem höfðu slegið allt út deginum áður og HALLÍLÚJA, ljósið fór á.
SÆLL mér leið eins og fokking fávita, fór e-ð að reyna afsaka mig blablabla á dönsku við kallinn sem leit á mig og sagðist bara vera Guð!! Ég þoli ekki svona, það hefði verið ágætt að hafa Guðmund líka heima svo við bæði hefðum litið út eins og fávitar en nei nei- ég bara heima og lét út eins og VERSTA ljóskan ever!!

....liggur við að ég geri útaf við ísskápinn til að bjarga mannorði mínu hérna á kolleginu get svarið það!!!