Á fróni...

laugardagur, ágúst 02, 2003

Well well........

Mánaðarsumarfrí... eru ekki allir hættir að lesa síðuna okkar og skrifin mín :-o

Núna stendur þetta allt til bóta enda brúðkaupið yfirstaðið og ég get sest niður fyrir framan tölvuna og látið gamminn geysa enda er líka mánuður síðan ég skrifaði síðast. Á þessum mánuði er margt og mikið búið að gerast. Brúðkaup Ólafar Söru vinkonu og Palla var 5 júli. Guðmundur mætti á landið og fór með mér í brúðkaupið. Helgina eftir fórum við á ættarmót á Skógum þar komu saman niðjar Ömmu Rikku og systra hennar. Sömu helgi gengu setttið Vatnaleið og á laugardeginum brunuðum við Öxahryggi yfir í Borgarfjörð til að trússa þau og vinafólk mömmu og pabba. Við gistum hjá ömmu Olgu í Hraunbæ sem á síðar eftir að koma við sögu. Helgina þar á eftir léku vinkonur mig heldur grátt er þær gæsuðu mig með stæl. Þegar þær taka sig saman er voðinn vís og þurfti ég að leysa ýmisleg áhugaverð verkefni sem ég tek sérstakan grein í að skrifa. Laugardaginn 26. júli gegnum við Guðmundur svo í það heilaga i Parardís í Borgarfirðinum og verður athöfnin og veislan á eftir seint endurtekin enda einstök stund í lífi okkar beggja. Alexandra vinkona sem ég bjó með einn vetur á Spáni kom í brúðkaupið og tókum við hana með á hestbak í Jafnaðarskarði, rúnt á Gullfoss og Geysi, sundferð á Flúðum og humarveisla á Stokkseyri. Bóndinn yfirgaf landsteinana í liðinni viku enda beið vinnan eftir honum og ég fer á þriðjudagsmorgun. Um helgina er ég stödd í Hrísey, einum af topp fimm fallegustu stöðum á landinu í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa. Settið er líka á svæðinu og Olga sys. Hrísey er mér afar kær og fannst mér tilvalið að koma hingað þessa síðustu daga Íslandsfararinnar og anda að mér fersku sjávarlofti, borða svartfugl, ömmukleinur, skelfisk, saltfisk, harðfisk ala Sólvallagata 2 - rófur og gulrætur úr garðinum og bera augum fjallasýnina. Það jafnast ekkert á við Hrísey á sumrin!!!