Heima í Holte
er ég mætt með allt mitt hafurtask og þrjá crasy krakka, tvær ungar gelgjur, systur mína og nýbakaða mákonu og einn tækni- og spurningaóðan litlabróður Guðmundar. Sem sagt botnlaust fjör í Holte og mikið stuð. Við komumst klakklaust með 100 kíló og ekki gat ég blikkað innritunnarskvísuna eins og Guðmundur gerði þegar hann fór einn með 30 kg. en pabbi hans blikkaði, ætli sjarminn sé ekki í ættinni :-o
Blíðan er búin að vera endalaust hérna síðan við komum á þriðjudaginn, 27-32 gráður og ekki hefur sést skýhnoðri á himni. Sólblómin mín urðu að frumskógi og dóminera í garðinum ásamt feitum hungasflugum sem kunna gott að meta þau. Þau stæstu eru komin yfir 3 metra, ná langt yfir þakskeggið. Í dag ætlum við að fara Bakken og á að kaupa turpasse fyrir liðið svo það geti farið í öll tækin sem þau langar í ætli við Guðmundur tökum nokkrar ferðir og fáum okkur einn, tvo kannski þrjá öl meðan að við bíðum í hitanum en spáin segir 30 gráður... suss ekki slæmt.
er ég mætt með allt mitt hafurtask og þrjá crasy krakka, tvær ungar gelgjur, systur mína og nýbakaða mákonu og einn tækni- og spurningaóðan litlabróður Guðmundar. Sem sagt botnlaust fjör í Holte og mikið stuð. Við komumst klakklaust með 100 kíló og ekki gat ég blikkað innritunnarskvísuna eins og Guðmundur gerði þegar hann fór einn með 30 kg. en pabbi hans blikkaði, ætli sjarminn sé ekki í ættinni :-o
Blíðan er búin að vera endalaust hérna síðan við komum á þriðjudaginn, 27-32 gráður og ekki hefur sést skýhnoðri á himni. Sólblómin mín urðu að frumskógi og dóminera í garðinum ásamt feitum hungasflugum sem kunna gott að meta þau. Þau stæstu eru komin yfir 3 metra, ná langt yfir þakskeggið. Í dag ætlum við að fara Bakken og á að kaupa turpasse fyrir liðið svo það geti farið í öll tækin sem þau langar í ætli við Guðmundur tökum nokkrar ferðir og fáum okkur einn, tvo kannski þrjá öl meðan að við bíðum í hitanum en spáin segir 30 gráður... suss ekki slæmt.