Brúðkaup Ólafar Söru og Palla í Garðakirkju á Álftanesi
var ótrúlega fallegt og rómantískt. Það var ágætt að ég hafði Ylfu vinkonu við hliðina á mér enda báðar verri en þriggja klúta bíómynd þegar álíka yndisleg athöfn á sér stað. Brúðurinn var stórkostleg og athöfnin í allastaði ákaflega rómantísk. Helena Eva bætti vel við sönginn enda væntanlega ekki vön orgelspili heima hjá sér. Eftir athöfnina var veislan haldin í Borgartúni. Ég og Ylfa ásamt, Guðmundi og Róberti sátum á skemmtilegasta borðinu enda afskapalega skemmtilegt fólk sem sat með okkur. Þegar ég kem út ætla ég að setja inn myndir úr brúkaupinu og sést þar vel hvað var gaman hjá okkur Ylfu. Eftir að hafa skálað brúðhjónunum til heiðurs fengum við kalkúnabringur með viskýsósu, hrísgrjón og ferskt salat ala Ólöf Sara. Ég þekkti salatið á smátómutunum þar sem nöfnu minni þykir ákaflega gott að hafa heila smátómata inni á milli í salatinu. Súkkulaðikakan rann vel niður með kaffinu og við Ylfa stóðum fyrir tveimur skemmtiatriðum. Myndasýningu af ÓS fyrir tíð Palla og svo sýndum við myndir frá gæsaveislunni. Við Ylfa vorum í svo miklu stuði að það var búið að slökkva ljósin í salnum þegar fórum úr veislunni og auðvitað vorum við síðustu gestirnir. Gat nú verið, við ansi vel í glasi og myndirnar af okkur í þessum líka svaðalegu sveiflum... Ylfa fór heim en við Guðmundur enduðum á Hverfisbarnum og tjúttuðum fram undir morgun. Þetta var yndislegur dagur og kæru vinir... takk fyrir okkur, frábæra veislu, góðan mat og Ylfa mín... allt tjúttið.
Lov jú gæs...
var ótrúlega fallegt og rómantískt. Það var ágætt að ég hafði Ylfu vinkonu við hliðina á mér enda báðar verri en þriggja klúta bíómynd þegar álíka yndisleg athöfn á sér stað. Brúðurinn var stórkostleg og athöfnin í allastaði ákaflega rómantísk. Helena Eva bætti vel við sönginn enda væntanlega ekki vön orgelspili heima hjá sér. Eftir athöfnina var veislan haldin í Borgartúni. Ég og Ylfa ásamt, Guðmundi og Róberti sátum á skemmtilegasta borðinu enda afskapalega skemmtilegt fólk sem sat með okkur. Þegar ég kem út ætla ég að setja inn myndir úr brúkaupinu og sést þar vel hvað var gaman hjá okkur Ylfu. Eftir að hafa skálað brúðhjónunum til heiðurs fengum við kalkúnabringur með viskýsósu, hrísgrjón og ferskt salat ala Ólöf Sara. Ég þekkti salatið á smátómutunum þar sem nöfnu minni þykir ákaflega gott að hafa heila smátómata inni á milli í salatinu. Súkkulaðikakan rann vel niður með kaffinu og við Ylfa stóðum fyrir tveimur skemmtiatriðum. Myndasýningu af ÓS fyrir tíð Palla og svo sýndum við myndir frá gæsaveislunni. Við Ylfa vorum í svo miklu stuði að það var búið að slökkva ljósin í salnum þegar fórum úr veislunni og auðvitað vorum við síðustu gestirnir. Gat nú verið, við ansi vel í glasi og myndirnar af okkur í þessum líka svaðalegu sveiflum... Ylfa fór heim en við Guðmundur enduðum á Hverfisbarnum og tjúttuðum fram undir morgun. Þetta var yndislegur dagur og kæru vinir... takk fyrir okkur, frábæra veislu, góðan mat og Ylfa mín... allt tjúttið.
Lov jú gæs...