Á fróni...

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Myndir

Vegna fjölda áskoranna verðum hjónin að græja myndir frá brúðkaupinu, svona fyrir fjölskylduna heima og vinina. Það er ekkert smá mikil vinna að fara í gegnum allar myndirnar sem teknar voru þennann annars yndislega dag. Ég hef verið að hugsa um sl. vikur eftir að ég kom hingað út, hvort ég ætti að blogga um brúðkaupsdaginn en eftir miklar vangaveltur ætla ég að halda honum fyrir mig og mína. Mér finnst að þessi dagur sé okkar og eigi að vera okkar. Myndirnar tala sínu máli en sæll... ég veit ekki hvað það tekur langan tíma að fara yfir 700 myndir, velja og hafna og auðvitað photoshoppa þær verstu... elska tæknina. Reyndar er ég búin að fara í gegnum 300 myndir í kvöld, skýra þær en ekkert meira. Á morgun held ég áfram að rýna í myndir frá þessum degi enda segir veðrirð "rigning og rok".

Reyndar er tengda mamma mætt á svæðið til að taka krakkana heim á sunnudaginn og ætlaði ég í bæinn í dag en svo veiktist Olgasys og ég vildi ekki skilja hana eina eftir í dag... Þannig að mágur minn 10 ára og 12 ára mákona drógu mömmu sína í bæjarferð, strætó-strætólest fram og til baka og enginn endaði í Þýskalandi... Nokkuð gott fyrir sjálfstraustið að geta dregið múttu út um alla Köben í stræó og lestum... Krakkar.. þið voruð ekkert smá dugleg!!!

annars hef ég ekkert að segja... enginn hefur skoðun á hvalaveiðum og skólinn byrjar eftir nokkra daga... shitt hvað ég er ekki komin í læri-gírinn. Kominn hnútur í magann af tilhugsunninni um veturinn sem verður erfiður. Annað er að ég er búin að vera í skóla allt mitt líf... mig langar að fara vinna við það sem ég er búin að vera eyða tíma í sl. 4 ár. Hvenær er maður búin að læra nóg? Síðan fer ég út á vinnumarkaðin og segi.. ohhh hvað það var gott að vera í skóla. Þar stjórnar maður tímanum sínum sjálfur en í vinnunni er maður alltaf að vinna fyrir aðra til að fá laun!!!
endæmis vitleysa er þetta...