Á fróni...

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jæja þá....

Loksins tími til að kasta mæðinni. Síðustu tvær vikur eru búnar að vera rosalegar vægast sagt... mamma sagði við mig í gærkveldi, "jæja Sara mín, er ekki tími til komin að fara einbeita sér að sínu eigin brúðkaupi" ööö... jú kannski sagði ég hálf skömmustuleg. Það er búið að vera svo mikið að gera og ég svaf svo lítið sl. viku að það líkaminn baulaði á mig í gær og vildi fá hvíld. Ég hélt ég væri að leggjast í þessa líka löngu flensu sem Steinar vinur minn fekk fyrir stuttu og lá ég alveg bakk í gær, svaf bara og svaf. Vaknaði til að borða og hélt áfram að sofa... en í dag er ég miklu betri. Ég veit nefnilega að þegar ég hef ekki matarlist er e-ð að ... og þannig var ég í gær, alveg handónýt.
Ég heyrði í hádegisfréttum að stofnun smáríkja yrði sett í dag kl. 13:00 í hátíðarsal Háskóla Íslands og ákvað að skella mér. Það var gaman og heppnaðist athöfnin vel, pínu langdregin en áhugaverð. Skemmtilegasti ræðumaðurinn og jafnframt sá skírmæltasti var Forseti vor, Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Hann klikkar ekki í ræðustólnum!! Í þessi skipti sem ég hef hlustað á hann hefur hann aldrei valdið mér vonbrigðum, heldur þvert á móti heillar mann upp úr skónum. Rannsóknarstofnun Smáríkja hefur það verkefni að rannsaka stöðu smáríkja í alþjóðakerfinu. En núna er best að klára verkefnið sem á að klára fyrir laugardaginn...