Á fróni...

þriðjudagur, júní 17, 2003

17. júni 2003

Gleðilegan Þjóðhátíðardag allir landsmenn nær og fær. Ég er búin að jafna mig eftir prófið sem gekk ágætlega en vá hvað það er erfitt að tala fræðimál á erlendu tungumáli... sæll en þetta hafðist. Reyndar sagði kennarinn og prófdómarinn að þetta væri versta hóppróf sem þeir hefðu séð, kom mér svo sem ekkert á óvart enda lærðum við öll í sittihvoru horninu. Framvegis ætla ég ekki að vinna með Kaupmannahafnarrottunni eða Færeyingnum (kannski honum) en ekki við 3 sem hópur. Núna veit ég að ég er fær um að fara ein í munnlegt próf og danskan mín er skiljanleg.

Mútta kom í gær í vinnuferð og verður fram á fimmtudag, ekkert smá notalegt að fá hana í heimsókn. Sitja úti á veröld með hvítvín, góðan mat og í góðum félagskap er bara eitt af því besta sem til er. Hlakka ég ekkert smá til að sitja úti á palli í hjallanum með settinu og spjalla fram eftir kvöldi um heima og geima og borða góðan mat...

Í dag ætlum við Ólöf Sara að fara í létt dekur svona í tilefni þess að við vinkonurnar erum að fara gifta okkur, ég pantaði mér nudd og húðhreinsun en hún fer í andlitssbað, naglamanicure og e-ð fleira... Ég nefnilega borða neglurnar og eftir prófið er lítið eftir af þeim þannig að... aahhh kann nú ekki alveg við það að láta e-a snyrtifræðinga sjá á mér neglurnar... Ég hef nú aldrei farið í svona dekur en hlakka vel til enda orðin frekar stíf í hálsinum af tölvuhangi og lestri. Nuddið verður kærkomið!!! Svo verður maður bara að fara fara fara pakka niður í töskur og ákveða hvað maður á taka með sér heim. Mikið ofboðslega finnst mér það leiðinlegt að pakka niður og sérstaklega að ganga frá því aftur... en núna þýðir ekkert hangs fyrir framan tölvuna enda líður tíminn skuggalega hratt og ég á eftir að gera svo mikið í dag... þvo þvottarvélar, fara í dekur, pakka dótinu niður, finna tækifærisgjafir og ..og ...og