Á fróni...

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Fréttir

á fréttir.com segir frá í fyrradag, hvað séu fréttir og hvað séu ekki fréttir. Þar las ég hvort fréttnæmt hefði verið þegar alþingsmaður hefði verið tekin fullur við stýrið fyrir e-m vikum eða mánuðum síðan. Alþingismaðurinn er eflaust mannlegur eins og við hin en djöfulsins kaldhæðni er þetta!! Alþingismaðurinn er ekki bara lögfræðingur, sem ætti að kunna lesa í lög og þekkja til lögsögu heldur á hann sæti á ALÞINGI með umboð frá þjóðinni. Umboð til að setja lög og reglur en getur síðan ekki farið eftir þeim lögum og reglum sem sett hafa verið!!! Við ölvunarakstur stefnir ökumaðurinn ekki bara sjálfum sér í hættu heldur líka öðrum borgurum sem vill ágætlega til í þessu tilfelli að eru kjósendur. Ekki gott, ekki gott.......