Á fróni...

fimmtudagur, desember 04, 2003

Allt í gangi þessa daganna enda prófið á næsta leiti. Tengdó fóru á mánudagsmorgun (huhhh...) og ekki lagaðist heimþráin við það en hún lagast þegar prófið er búið og við getum einbeitt okkur af jólastússinu. Á laugardaginn fórum við út að borða á yndislegan stað sem liggur við Gråbrødretorv. Þetta var danskur staður sem minnti mig á þrjá frakka, enginn íburður bara frábær matur og framúrskarandi þjónusta. Þarna áttum við mjög gott kvöld í góðra manna hópi þannig að helgin fór nú ekki mikið í lærdóm en þetta hlýtur að reddast.

Jólakortin eru næstum því öll skrifuð og þau farin af stað, hjúkk tekur ekkert smá langan tíma, mikið rosalega er þungu fargi af mér létt. Annars er ekkert að frétta, ég les ekkert nema skólabækur, fer ekki á netið né nota msn. Bara algerlega einangruð til 16 des. En þið hin sem eruð að jólast í engu prófstressi... dj%=$/&$# öfunda ég ykkur...