Biðraðir og naglaskortur
Stressvika dauðans er hafin af krafti... 3 verkefni bíða mín og neglurnar farnar... sorry mamma!!! Annars kom litli bróðir Guðmundar í heimsókn með kærustuna. Þau fóru í dag aftur heim til Íslands. Það var gaman að fá þau yfir helgina bara leiðinlegt að þurfa eyða henni í verkefnavinnu. Við fengum ýmislegt góðgæti að heiman, vænst þótti mér nú um hangiketsáleggið og flatkökurnar... nammi namm. Takk fyrir það jaka6 :-)
Með laugardagspóstinum kom tilboðsbæklingur frá elgiganten (danskt elkó) og viti menn, bara tilboð á Miele þvottavélum þannig að við Guðmundur skunduðum í gærmorgun kl. 10:30 (bóndinn frekar súr eftir bjórdrykkju og vindlareykingar frá laugardagskveldinu) í svaka stuði og með kaffimuggið. Ómygood... hvað var mikið af fólki, mér var hugsað til hvort ég væri illa langt leidd af þvottavélaleysi að ég lét mig hafa það að vakna fyrir allar aldir á sunnudagsmorgni til að skoða þvottavélar í elgiganten...
Við fundum vélarnar og sem betur fer voru ekki allir að kaupa Miele þvottarvélar heldur líka ískápa, frystikistur, örrara og uppþvottavélar. Við hjónin frekar súr og Guðmundur sínu verri en ég, þrátt fyrir að kaffið væri vel komið út í blóðið, fengum enga afgreiðslu!! Hvar er allt staffið Guðmundur??? Við litum í kringum okkur og sáum þá þessa líka svaðalega löngu röð, nej hold nu op- bara röð eftir að fá mann til að afgreiða sig. Við fengum okkur meira kaffi í röðinni og sem betur fer höfðu yfirmenn giganten séð fyrir sér kaffiþyrsta kúnna þegar þeir ákváðu að hafa sunnudagsopnun... bolla eftir bolla minnkaði röðin og loksins kom að okkur. Myndar stelpa með allt of mikinn eyliner var öll að vilja gerð til að aðstoða okkur. Valið var ekki erfitt enda var Guðmundur búin að liggja yfir þvottavélabæklingum síðan við vissum hver brúðargjöfin frá tengdó yrði. Miele var málið með e-i svaka trommu sem fer rosalega vel með þvottinn já já je je .... þvottavél er bara þvottavél fyrir mér en ég hef aldrei verið svona fljóta að kaupa hlut, bara benti og sagði; ætla að fá þessa vél. Ég nefnilega talaði fyrir okkur bæði þar sem bóndinn hefði fælt allt staffið vegna áfengislyktar þrátt fyrir mikið kaffi, banana og tannburstun. Þvottavélin kemur síðan á miðvikudaginn og íhaaa ekki fleiri ferðir með þvott í fimm vélar, ekki þurfa panta vél með dags fyrirvara og alls ekki eiga það á hættu, að e-r lúði taki af manni pantaðan þvottavélartíma...
en verkefni fyrir opinbera stjórnsýslu er farið að liggja ansi þungt á herðumm mínum enda skil eftir 2 daga og bækurnar ný komnar til Danmerkur. Auður mín, gætir þú nokkuð sent mér þær glósur sem þú átt til á tölvutækuformi.
Stressvika dauðans er hafin af krafti... 3 verkefni bíða mín og neglurnar farnar... sorry mamma!!! Annars kom litli bróðir Guðmundar í heimsókn með kærustuna. Þau fóru í dag aftur heim til Íslands. Það var gaman að fá þau yfir helgina bara leiðinlegt að þurfa eyða henni í verkefnavinnu. Við fengum ýmislegt góðgæti að heiman, vænst þótti mér nú um hangiketsáleggið og flatkökurnar... nammi namm. Takk fyrir það jaka6 :-)
Með laugardagspóstinum kom tilboðsbæklingur frá elgiganten (danskt elkó) og viti menn, bara tilboð á Miele þvottavélum þannig að við Guðmundur skunduðum í gærmorgun kl. 10:30 (bóndinn frekar súr eftir bjórdrykkju og vindlareykingar frá laugardagskveldinu) í svaka stuði og með kaffimuggið. Ómygood... hvað var mikið af fólki, mér var hugsað til hvort ég væri illa langt leidd af þvottavélaleysi að ég lét mig hafa það að vakna fyrir allar aldir á sunnudagsmorgni til að skoða þvottavélar í elgiganten...
Við fundum vélarnar og sem betur fer voru ekki allir að kaupa Miele þvottarvélar heldur líka ískápa, frystikistur, örrara og uppþvottavélar. Við hjónin frekar súr og Guðmundur sínu verri en ég, þrátt fyrir að kaffið væri vel komið út í blóðið, fengum enga afgreiðslu!! Hvar er allt staffið Guðmundur??? Við litum í kringum okkur og sáum þá þessa líka svaðalega löngu röð, nej hold nu op- bara röð eftir að fá mann til að afgreiða sig. Við fengum okkur meira kaffi í röðinni og sem betur fer höfðu yfirmenn giganten séð fyrir sér kaffiþyrsta kúnna þegar þeir ákváðu að hafa sunnudagsopnun... bolla eftir bolla minnkaði röðin og loksins kom að okkur. Myndar stelpa með allt of mikinn eyliner var öll að vilja gerð til að aðstoða okkur. Valið var ekki erfitt enda var Guðmundur búin að liggja yfir þvottavélabæklingum síðan við vissum hver brúðargjöfin frá tengdó yrði. Miele var málið með e-i svaka trommu sem fer rosalega vel með þvottinn já já je je .... þvottavél er bara þvottavél fyrir mér en ég hef aldrei verið svona fljóta að kaupa hlut, bara benti og sagði; ætla að fá þessa vél. Ég nefnilega talaði fyrir okkur bæði þar sem bóndinn hefði fælt allt staffið vegna áfengislyktar þrátt fyrir mikið kaffi, banana og tannburstun. Þvottavélin kemur síðan á miðvikudaginn og íhaaa ekki fleiri ferðir með þvott í fimm vélar, ekki þurfa panta vél með dags fyrirvara og alls ekki eiga það á hættu, að e-r lúði taki af manni pantaðan þvottavélartíma...
en verkefni fyrir opinbera stjórnsýslu er farið að liggja ansi þungt á herðumm mínum enda skil eftir 2 daga og bækurnar ný komnar til Danmerkur. Auður mín, gætir þú nokkuð sent mér þær glósur sem þú átt til á tölvutækuformi.