Á fróni...

fimmtudagur, september 04, 2003

Vikan

er búin að vera ansi fljót að líða. Skólinn kominn á fullt og hnúturinn í maganum líka. Guðmundur er búin að vera heima alla vikuna gersamlega að drepast úr flensu og háum hita. Hef nú bara aldrei séð manninn svona ónýtan, þegar hann þiggur ekki öl þá er e-ð mikið að!!! ansi góð vísbending um að ekki sé allt með feldu.

Við keyptum miða á Stuðmenn og hanga þeir á ísskápunum enda bíða eigendurnir spenntir eftir að fá að nota þá!!! 13 september og niðurtalning er hafinn.... jess

Svo er það nýjasti fjölskyldumeðlimurinn sem kom eftir langþráða bið. Það er bíll! svört Dimma, eða tík til að koma okkur milli staða. Þvílíkur munur að vera komin á bíl, segi ekki annað. Tímasparnaðurinn er verulegur enda er biðtíminn eftir strætó, lest, lest, strætó oft ansi langur stundum allt að klst. yfir daginn. Allavega er Guðmundur ansi hamingjusamur enda hefur hann ekki verið bíllaus síðan hann fékk bílprófið fyrir 9 árum. Sæll og mér fannst eins og ég hafi náð í mitt í gær!!

Það gengur ekkert með þessar blessuðu myndir og mikið rosalega fer það í taugarnar á mér... enda mikil vinna framundan og tíminn minn á að fara í skólann ekki í að græja myndir!!!

Skólinn rokkar feitar núna þetta haustið en í fyrra. Mikið djövull var hann erfiður sem segir manni að það getur ekkert nema batnað þennan veturinn. Reyndar er ég svo gersamlega andlaus þegar ég kem heim eftir að einbeitingin sé búin að vera 130% að ég get ekki annað en kveikt á Ricky Lake eða dr. Phil til að tæma heilann. Sérstaklega þegar ég sit Forvaltning tímanna eða opinbera stjórnsýslu....díssess maður hvað ég er andlega uppurin. Bekkurinn minn hefur minnkað frekar mikið þar á meðal tíkurnar tvær sem hentu mér út úr fyrstu lesigrúbbunni og þær sem voru sífellt talandi um hvað þær ætluðu að skrifa um í B.A. verkefninu... frekar steikt lið Reyndar er ein pía sem er á svipuðu reki og ég, sama aldri og er ekki í þessum menntaskólafasa eins og hinir krakkarnir eru. Fín stelpa sem ég ætla að hanga á í Stjórnsýslutímunum... svona láta hana skrifa glósur í tölvuna mína og þá getur hún fengið afrit af þeim.

Jæja best að fara koma sér að verki, stjórnsýslan bíður enda er tími í fyrramálið kl. 8:00