Á fróni...

þriðjudagur, september 09, 2003

Í gymmið


drullaðist loksins Sara eftir langt hreyfingarlaust sumarfrí, mikla átu og nokkur kíló keypti hún kort fyrir helgina og er búin að fara 2*. Í morgun fór hún í spinningtíma sem var hrottalega góður. Hann átti reyndar að vera byrjendatími en varð það ekki og þökk sé sundreynslunni og frekju þá komst stelpan í gegnum þetta en veit ekki hvort hún getur gert nr.2 í skálina á morgun sökum sýru en við sjáum til. Þegar Sara settist á hjólið í geðveikum fíling, svetlana bleitti allt sem blautt gat orðið og vinkona hennar, hún Beyonce, Destiny Child " gellan mín" þvílíkt söng bara fílaði skvísan sig í botn. Henni var litið á hópinn í kringum sig sem virtist vera líka í sama stuðinu en samt sagði einginn neitt, engin hróp eða grúbbu-öskur svona til bæta við stemninguna. Saran auðvitað var að fríka út, enda tíminn geðveikur, tók sig til og kom með nokkur íhaaa og fólk gersamlega missti andlitið!! hvaða píkuskrækir eru þetta í stelpunni??? Heima í Hreyfingu gaf hópurinn alltaf þvílíkt feedback í góðum tímum en danirnir bara sitja og horfa á MIG sem er að reyna peppa upp móralinn!!! sususss
Spurningin er bara 1) getur Sara komið inn íslenskum feedback feeling í danska spinning/eróbikk tíma eða 2) verður hún eins og daninn, köld, stíf, feimin og heft? eða 3)á hún bara að vera hún sjálf og öskra og æpa þegar hún er í fíling burt séð frá öllum augunum sem á hana horfa!

Ég ætla að skjóta á svar 1 og 3 þar sem ég snillingur í að skapa góðan móral en hvort ég geti gert það í dk er e-ð sem ég þarf að komast að!! Kannski þegar Guðmundur kemur í tímana með mér og við þá erum 2 að peppa gætu danirnir kannski hætt að vera svona stífir og bara sleppt sér!! og vera ég sjálf. Það veit það hver heilvita maður að þegar einstaklingur gerir e-a hreyfingu, hvort sem er að teygja sig eða prumpa (allt þar á milli) og bætir við hljóði þá eykst vellíðanin og er ég sannfærð um að fólk fær meira út úr tímanum ef það lætur í sér heyra.. eða hvað? við erum reyndar mjög ólík en allavega get ég ekki teygt mig án þess að hreyfa raddböndin með!

Koma svo!!!