Á fróni...

fimmtudagur, september 11, 2003

Ég er komin niður á jörðina eftir þessa skelfilegu fréttir í morgun. Góðu fregnir dagsins koma úr gymminu en ég drullaðist á fætur og fór í spinningtíma. Ég verð nú að viðurkenna að viðbrögðin við vangaveltum mínum um dani í gymminu kom mér nú verulega á óvart en það er gaman að e-r lesi skrif manns. Allavega mætti ég margefld til leiks í morgun með slatta af sperrum í rassi og lærum enn ekki það mikið að nr. 2 skilaði sér ekki.... djók (er ég að misbjóða siðferðiskennd ykkar? ég hlæ allavega hátt núna)
Tíminn byrjaði og ég ákvað að gefa frá mér meira feedback en í síðasta tíma, gríðalega góð stemning og kennarinn þvílíkt öskaði á mann til að peppa ekki bara mig upp heldur líka hjólafélaganna en enginn gaf neitt á móti nema ég. Tíminn rokkaði feitt og eftir mörg íhaaaaa.. jeeeee þá fór ég í sturtu og þegar ég var að þurrka mér kemur kennarinn til mín og þakkar mér fyrir tímann. Sagði hún þetta hefði verið ákaflega skemmtilegur tími og hegðan mín hefði sko gefið tímanum líf.... hana nú, djöfull roðnaði ég.. hikkstaði upp úr mér að í mínu heimalandi öskruðu allir hver ofan í annan en hérna sætu allir með pening milli rasskinnana til að prumpa ekki!!! Hún varla trúði mér þegar ég sagði henni frá íslensku hefðinni og sagði við hana að ég fengi miklu meir út úr tímanum með því að gefa frá mér feedbackið...

Þá hafiði það, Sara kannski bara breytir dönskum spinningtímum í íslenska....íhaaaa....