úfffff
er rétta orðið yfir þessa helgi sem hefur verið ansi löng. Á fimmtudaginn 11. september eignaðist Fjóla frænka og Jón bóndi lítinn og nettan strákpjakka og færir þvílíka gleði og hamingju inn í fjölskylduna okkar sérstaklega þar sem systurnar þrjár hafa ekkert verið ólmar í að eignast kríli og barnabörnin bara verið 4 en núna erum við orðin 5 og við stelpurnar, ég og Olga sys þurfum að láta í minnipokann fyrir hinu kyninu. Allavega gekk allt eins og í sögu og mig langar til Íslands í gússímúss leik við nýja frændan.
En fleiri börn komu þessa helgi þar sem Ása stjórnmálafræðivinkona ákvað að ljúka þessu af föstudaginn 12 sept. Það var Strákur sem var líka nettur og fínngerður, sem sé alger gússímúss eins og sést á myndunum hjá þeim. Til hamingju krakkar!!!
Síðan var okkur Guðmundi boðið í mat á föstudaginn til Siggu Birnu frænku og þar endðum ég og SB í að slátra sittihvorri rauðvínsflöskunni en bóndinn fórnaði sér fyrr bílinn. Ég var komin í þessa líku stemningu og langði að tjútta aðeins þannig að við kíktum á fællesbarinn sem er bara opin á föstudögum en viti menn, hann var lokaður og þá var ekki annað eftir en að koma sér í háttinn og hvíla sig fyrir átök laugardagsins...
Stuðmenn rokkuðu feeeeeiiiittttt í Glassalnum og mikið rosalega skemmtum við okkur vel. Ég er næstum því raddlaus þar sem ég söng svo hátt og snjallt með. Ég átti líka erfitt með að sitja kyrr og á endanum varð ég að standa upp til að dilla mér. Besta lagið kom eftir fyrsta uppklappið Sísí fríkar út... og satt best að segja, fríkaði Sara út líka... GÆSAHÚÐIN bara spratt upp og þvílík geðveiki maður ... þetta lag er bara ein besta snilld sem þeir sungu, (kannski því ferðafleygurinn var búinn og við Guðmundur í þessu líka rokkna stuði) Reyndar gat maður ekki annað en staðið upp við Íslenska Karlmenn, HALLÓ HALLÓ HALLÓ og "Manst' ekki eftir mér!
Frábært kvöld og frábær skemmtun.....þetta verður seint leikið eftir.
Í dag klukkan 16 er okkuð boðið í afmæliskaffi til Dísu og Kjartans en þau eru íslendingar sem búa hérna á kolleginu og við höfum haft samneiti við. Dísa er mikil dastrari og veit ég að í kaffinu verður vel veitt af allavega góðgæti enda eru þau miklir sælkerar. Við förum pottþétt ekki svöng heim... en svo þarf að vakna kl. 6:30 í fyrramálið og veit ég að við förum snemma í rúmið enda ég ekki búin að fá fullan svefn þessa helgina...
er rétta orðið yfir þessa helgi sem hefur verið ansi löng. Á fimmtudaginn 11. september eignaðist Fjóla frænka og Jón bóndi lítinn og nettan strákpjakka og færir þvílíka gleði og hamingju inn í fjölskylduna okkar sérstaklega þar sem systurnar þrjár hafa ekkert verið ólmar í að eignast kríli og barnabörnin bara verið 4 en núna erum við orðin 5 og við stelpurnar, ég og Olga sys þurfum að láta í minnipokann fyrir hinu kyninu. Allavega gekk allt eins og í sögu og mig langar til Íslands í gússímúss leik við nýja frændan.
En fleiri börn komu þessa helgi þar sem Ása stjórnmálafræðivinkona ákvað að ljúka þessu af föstudaginn 12 sept. Það var Strákur sem var líka nettur og fínngerður, sem sé alger gússímúss eins og sést á myndunum hjá þeim. Til hamingju krakkar!!!
Síðan var okkur Guðmundi boðið í mat á föstudaginn til Siggu Birnu frænku og þar endðum ég og SB í að slátra sittihvorri rauðvínsflöskunni en bóndinn fórnaði sér fyrr bílinn. Ég var komin í þessa líku stemningu og langði að tjútta aðeins þannig að við kíktum á fællesbarinn sem er bara opin á föstudögum en viti menn, hann var lokaður og þá var ekki annað eftir en að koma sér í háttinn og hvíla sig fyrir átök laugardagsins...
Stuðmenn rokkuðu feeeeeiiiittttt í Glassalnum og mikið rosalega skemmtum við okkur vel. Ég er næstum því raddlaus þar sem ég söng svo hátt og snjallt með. Ég átti líka erfitt með að sitja kyrr og á endanum varð ég að standa upp til að dilla mér. Besta lagið kom eftir fyrsta uppklappið Sísí fríkar út... og satt best að segja, fríkaði Sara út líka... GÆSAHÚÐIN bara spratt upp og þvílík geðveiki maður ... þetta lag er bara ein besta snilld sem þeir sungu, (kannski því ferðafleygurinn var búinn og við Guðmundur í þessu líka rokkna stuði) Reyndar gat maður ekki annað en staðið upp við Íslenska Karlmenn, HALLÓ HALLÓ HALLÓ og "Manst' ekki eftir mér!
Frábært kvöld og frábær skemmtun.....þetta verður seint leikið eftir.
Í dag klukkan 16 er okkuð boðið í afmæliskaffi til Dísu og Kjartans en þau eru íslendingar sem búa hérna á kolleginu og við höfum haft samneiti við. Dísa er mikil dastrari og veit ég að í kaffinu verður vel veitt af allavega góðgæti enda eru þau miklir sælkerar. Við förum pottþétt ekki svöng heim... en svo þarf að vakna kl. 6:30 í fyrramálið og veit ég að við förum snemma í rúmið enda ég ekki búin að fá fullan svefn þessa helgina...