Á fróni...

mánudagur, júní 09, 2003

Íslenskt sumarveður

er þokkalega úti núna, rok og rigning, kaldur vindur... notalegt þegar maður er inni að lesa um stofnana strúktúr. Annars er Gummi í Búlgaríu og kemur heim á miðvikudaginn og ég er ein í kotinu sem er svo sem ágætt til að lesa. Lífið mitt sem sé frekar tilbreytingarlaust þessa dagana þar til 13.júni kl. 11:50 en þá mössum við prófið. Ég setti in nýja könnun um hvernig ég ætti að massa munnlegaprófið á föstudaginn og ekki hika við að vera sanngjörn í kosningunni. Prófið verður eflaust ekkert vandamál þar sem þekkingin er til staðar...það er aðalega tjáningin sem ég hef áhyggjur af og að Kaupmannahafnarrottan verði ekki hlutlaus í málflutningi þar sem hann gersamlega blandar öllu saman við Marxisma, skil ekki hvernig hann fer að því en hann gerir það samt. Stundum fer hann alveg hrikalega í taugarnar á mér, þar sem hann hlustar ekki á mótrök heldur veður yfir mann með Marxisma sem bara ég skil stundum ekki og röksemdarfærslan hans bara út úr kú og korti. ...aftur í bækurnar og gleðilega Hvítasunnuhelgi