Brjáluð helgi
Evróvisionhátíðin liðin, og bækurnar lesast víst ekki af sjálfu sér... Annars fannst mér evróvision vægast sagt frábært show, og er ég rosalega sátt við vinningslagið. Hins vegar skil ég ekki innkomu Belga, Pólverja og Austurríkismanna...sæll hvaðan kom þau???.. Helvítis pólitík alltaf í þessari stigagjöf segi nú ekki annað þess vegna kom mér á óvart að Ísland fekk 8 stig frá Tyrkjum og 12 frá Möltu, en Bretar, Svíjar og Spánverjar alltaf að spara stigin helvískir... Á vísi.is er spurt hvort menn væru sáttir við sigurlagið, meirihlutinn segir NEI. Ég fór að hugsa um þessar niðurstöður og vissulega eru þær ekki alveg marktækar en geta gefið smá vísbendingu um sýn okkar Íslendinga á þessu annars ágæta lagi. Ástæðan er sú að Íslensktónlistarstefna er svo vesturevrópsk og amerísk að önnur svæði komast ekki að. Kannski ef tyrknesk menning, (matur, fólk og tónlist) væri sterkari á Íslandi eins og hún er hérna í Danmörku væri viðhorfið til þessa sigurlags annað... Ísland er nú pínu einangrað og held ég að þetta skýri viðhorf til sigurlagsins. allavega...
Við grilluðum með sundvinkonu minni og foreldrum hennar, og mössuðum þessa söngvakeppni. Eftir að þau fóru heim, héldum við Gummi niður í bæ, með Nonna nágranna, og Íslenskum vini hans... pöbbarölt í Köben er e-ð sem ég hef ekki mikið gert af en ... gaman varð það. Staðirnir sem við fórum á voru talsvert ólíkir, allt frá uppastaði dauðans þar sem gin og tónic var dýrari en heima á Íslandi og hefði ég getað keypt pela í nettó fyrir %$#"%%%#"=($#" glasið sem ég pantaði, fyrir utan var tónicið goslaust...Sara neytandi var ekki alveg að fíla þetta en ákvað samt ekki að nölla..
Við duttum inn í salzabar þar sem Mjög ungir krakkar voru á djamminu, sæll og enginn dyravörður og liðið bara svo kornungt. Þá komum við að áfengismenningu Dana eða eigum við að kalla það áfengispólitík... Aðgengi krakka, 12-13 ára að víni er staðreynd hérna í Dk og að sjá þau rogast með bjórkassana úr Nettó á föstudögum finnst mér rosalegt... Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi sölu léttvíns og bjórs í matvörubúðum þar línan að vera dregin einhverstaðar og 15 ára aldurstakmark finnst mér vera of ungt...
Síðasti staðurinn var fyrir Færeyjinga, Grænlendinga og Íslendinga og var valin af Nonna nágranna. Klukkan var langt gengin í 5 og viðskiptavinir staðarinns frekar framlágir enda búnir að djamma lengi en dj-rokkaði feiitttt... þegar hann setti ICE ICE BABY... með vanilla ice komst undirrituð í þessa líka rífandi stemningu sem hafði verið talsverð til þessa... Nokkuð drykkjumannslegur staður, allavega dj-inn góður en ég veit ekki hvort ég hefði labbað inn sjálf en ICE ICE BABY fær mig til að kíkja á staðinn aftur.. Á heimleið fengum við okkur Macdónalds borgara... tveir ónefndir herramen pissuðu í sittihvort hálfslitra glasið (úti í horni þar sem enginn sá) til að mæla hversu mikið magn af hlandi þeir voru að skila... og ég spyr: HVAR VAR MYNDAVÉLIN ÞÁ???? hélt að ég yrði ekki eldri þar sem vinningshafinn gersamlega meig heilum liter af vökva... ekki furða að Þinni þunnni mætti daginn eftir :o En teymið fór heim í taxa og nánst beint í koju þokkalega sátt eftir annars frábært kvöld, sólin var komin upp og fuglarnir sungu er við tvö duttum út...
Evróvisionhátíðin liðin, og bækurnar lesast víst ekki af sjálfu sér... Annars fannst mér evróvision vægast sagt frábært show, og er ég rosalega sátt við vinningslagið. Hins vegar skil ég ekki innkomu Belga, Pólverja og Austurríkismanna...sæll hvaðan kom þau???.. Helvítis pólitík alltaf í þessari stigagjöf segi nú ekki annað þess vegna kom mér á óvart að Ísland fekk 8 stig frá Tyrkjum og 12 frá Möltu, en Bretar, Svíjar og Spánverjar alltaf að spara stigin helvískir... Á vísi.is er spurt hvort menn væru sáttir við sigurlagið, meirihlutinn segir NEI. Ég fór að hugsa um þessar niðurstöður og vissulega eru þær ekki alveg marktækar en geta gefið smá vísbendingu um sýn okkar Íslendinga á þessu annars ágæta lagi. Ástæðan er sú að Íslensktónlistarstefna er svo vesturevrópsk og amerísk að önnur svæði komast ekki að. Kannski ef tyrknesk menning, (matur, fólk og tónlist) væri sterkari á Íslandi eins og hún er hérna í Danmörku væri viðhorfið til þessa sigurlags annað... Ísland er nú pínu einangrað og held ég að þetta skýri viðhorf til sigurlagsins. allavega...
Við grilluðum með sundvinkonu minni og foreldrum hennar, og mössuðum þessa söngvakeppni. Eftir að þau fóru heim, héldum við Gummi niður í bæ, með Nonna nágranna, og Íslenskum vini hans... pöbbarölt í Köben er e-ð sem ég hef ekki mikið gert af en ... gaman varð það. Staðirnir sem við fórum á voru talsvert ólíkir, allt frá uppastaði dauðans þar sem gin og tónic var dýrari en heima á Íslandi og hefði ég getað keypt pela í nettó fyrir %$#"%%%#"=($#" glasið sem ég pantaði, fyrir utan var tónicið goslaust...Sara neytandi var ekki alveg að fíla þetta en ákvað samt ekki að nölla..
Við duttum inn í salzabar þar sem Mjög ungir krakkar voru á djamminu, sæll og enginn dyravörður og liðið bara svo kornungt. Þá komum við að áfengismenningu Dana eða eigum við að kalla það áfengispólitík... Aðgengi krakka, 12-13 ára að víni er staðreynd hérna í Dk og að sjá þau rogast með bjórkassana úr Nettó á föstudögum finnst mér rosalegt... Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi sölu léttvíns og bjórs í matvörubúðum þar línan að vera dregin einhverstaðar og 15 ára aldurstakmark finnst mér vera of ungt...
Síðasti staðurinn var fyrir Færeyjinga, Grænlendinga og Íslendinga og var valin af Nonna nágranna. Klukkan var langt gengin í 5 og viðskiptavinir staðarinns frekar framlágir enda búnir að djamma lengi en dj-rokkaði feiitttt... þegar hann setti ICE ICE BABY... með vanilla ice komst undirrituð í þessa líka rífandi stemningu sem hafði verið talsverð til þessa... Nokkuð drykkjumannslegur staður, allavega dj-inn góður en ég veit ekki hvort ég hefði labbað inn sjálf en ICE ICE BABY fær mig til að kíkja á staðinn aftur.. Á heimleið fengum við okkur Macdónalds borgara... tveir ónefndir herramen pissuðu í sittihvort hálfslitra glasið (úti í horni þar sem enginn sá) til að mæla hversu mikið magn af hlandi þeir voru að skila... og ég spyr: HVAR VAR MYNDAVÉLIN ÞÁ???? hélt að ég yrði ekki eldri þar sem vinningshafinn gersamlega meig heilum liter af vökva... ekki furða að Þinni þunnni mætti daginn eftir :o En teymið fór heim í taxa og nánst beint í koju þokkalega sátt eftir annars frábært kvöld, sólin var komin upp og fuglarnir sungu er við tvö duttum út...