Spennandi kosninganótt yfirstaðin
Jæja... þá eru öll atkvæði komin upp úr kjörkössunum og langar mig að taka saman það sem kom mér mest á óvart þessa ágætu kosninganótt.
1. Ég hélt virkilega að stjórnin myndi falla...þess vegna kemur niðurstaðan á óvart.
2. Fyrir utan að stjórnin hélt velli þá kom mér verulega á óvart var hvernig Framsókn náði að halda kjörfylgi sínu og þá sérstaklega í Reykjarvík. Ég hafði spáð Framsókn verulegu tapi í ljósi kjördæmaskipunarinnar en þeir voru harðir á endasprettinum. Þar sem ég hafði gert ráð fyrir tapi Framsóknar, þá miðast spá mín við verulegt tap Framsóknar og kemur mér því þessi niðurstaðaverulega á óvart. En burst séð frá því þá er ég verulega ánægð með kjörfylgi Dagnýjar Jónsdóttur þar sem hún á eftir að standa vörð um hagsmuni námsmanna og ungs fólks í landinu.
3. Ekki átti ég von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi detta undir 35% fylgi í annað skipti í stjórnmálasögu Íslendinga sem er vissulega sögulegt og á eftir að vera skráð í bækurnar og kennt í HÍ. Ekki átti ég heldur von á því að Össur myndi koma inn sem fyrsti þingmaður í Reykjavík Norður og forsætisráðherra inn sem annar þingmaður. Þrátt fyrir að D hafi fengið 9 þingmenn í RVK og Samfylking 8 þingmenn tel ég þetta vera persónulegt áfall fyrir forsætisráðherra í ljósi þess að D-listinn hefur ætið haft yfirburði í Reykjavík. Þær röksemdir manna um að D hafi tapað 7% fylgi vegna klofningsframboða kaupi ég ekki. Ég tel ástæðuna vera að D-listinn er búin að sitja lengi við völd og landsmenn hafi verið orðnir þreyttir á Sjálfstæðisflokknum og að frjálshyggjan leysi öll vandamál samfélagsins. Einnig hef ég heimildir fyrir því að margar ungar sjálfstæðiskonur hefðu hafnað flokknum sökum þess að flokkurinn hafnaði frambærilegum konum í prófkjörinu sl. haust og gæti það einnig verið skýring á þessum 7% sem flokkurinn tapaði.
4. 30% múrinn sem Samfylkingin rauf er vissulega sögulegur enda var það síðast árið 1934 ( að mig minnir) þar sem tveir flokkar voru það stórir að myndun á annari tveggja flokka stjórn var möguleiki. Fylgisaukning Samfylkingarinnar á landsvísu tel ég megi skýrast af kosningakerfinu annars vegar og öflugu flokkstarfi hins vegar. Það kom mér ekki á óvart að ISG hafi ekki komist inn á þing, ég átti vægast sagt ekki von á því og því kom mér það ekki á óvart.
5. Ég bjóst við að F myndi ná inn 5 þingmanni á kosnað B eða D en þeir geta vel við unað þar sem þeir tvöfölduðu þingflokkinn. Þetta er vissulega sögulegt líka þar sem þetta er í annað skipti í stjórnmálaslögunni, að nýr flokkur bæti við sig mönnum í öðrum kosningum en hið fyrsta var Kvennalistinn árið 1987. Síðan er spurning hvor F detti út af þingi í næstu kosningum eins og varð raunin hjá Kvennalistanum. Þeir geta styrkt stöðu sína með því að hafa fleiri hitamál á dagskrá og ef þeir ætla að vaxa og ná sessi í Íslensku flokkakerfi, þá verða þeir að hafa fleiri stefnumál sem aðal - baráttumál en kvótamálið.
Það verður spennandi að sjá hvernig stjórnarviðræður þróast í næstu viku. Ég tel líklegt að stjórnin haldi áfram að vinna saman en ég tel að Framsókn sé í lykilstöðu gagnvart D-listanum, og hver veit nema að Halldór geri kröfu á forsætisráðherrastólinn... hvað verður um Davíð þá? verður hann sendiherra eða hættir einfaldleg í stjórnmálum?Eða stefnir Davíð á Bessastaði??? það er nú ár í næstu forsetakosningar...Ætli Halldór sé ánægður með núverandi embætti sitt og vilji halda því en stöðu sinnar vegna gerir hann kröfu á fleiri ráðuneyti en flokkurinn nú þegar hefur?
og svo í lokin... RUV takk fyrir frábæra útsendingu á netinu sem tengd var við sjónvarpið okkar og klikkaði ekki... en ég hefði viljað sjá Sérfræðinginn koma með fleiri kosningasögur ...
Jæja... þá eru öll atkvæði komin upp úr kjörkössunum og langar mig að taka saman það sem kom mér mest á óvart þessa ágætu kosninganótt.
1. Ég hélt virkilega að stjórnin myndi falla...þess vegna kemur niðurstaðan á óvart.
2. Fyrir utan að stjórnin hélt velli þá kom mér verulega á óvart var hvernig Framsókn náði að halda kjörfylgi sínu og þá sérstaklega í Reykjarvík. Ég hafði spáð Framsókn verulegu tapi í ljósi kjördæmaskipunarinnar en þeir voru harðir á endasprettinum. Þar sem ég hafði gert ráð fyrir tapi Framsóknar, þá miðast spá mín við verulegt tap Framsóknar og kemur mér því þessi niðurstaðaverulega á óvart. En burst séð frá því þá er ég verulega ánægð með kjörfylgi Dagnýjar Jónsdóttur þar sem hún á eftir að standa vörð um hagsmuni námsmanna og ungs fólks í landinu.
3. Ekki átti ég von á því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi detta undir 35% fylgi í annað skipti í stjórnmálasögu Íslendinga sem er vissulega sögulegt og á eftir að vera skráð í bækurnar og kennt í HÍ. Ekki átti ég heldur von á því að Össur myndi koma inn sem fyrsti þingmaður í Reykjavík Norður og forsætisráðherra inn sem annar þingmaður. Þrátt fyrir að D hafi fengið 9 þingmenn í RVK og Samfylking 8 þingmenn tel ég þetta vera persónulegt áfall fyrir forsætisráðherra í ljósi þess að D-listinn hefur ætið haft yfirburði í Reykjavík. Þær röksemdir manna um að D hafi tapað 7% fylgi vegna klofningsframboða kaupi ég ekki. Ég tel ástæðuna vera að D-listinn er búin að sitja lengi við völd og landsmenn hafi verið orðnir þreyttir á Sjálfstæðisflokknum og að frjálshyggjan leysi öll vandamál samfélagsins. Einnig hef ég heimildir fyrir því að margar ungar sjálfstæðiskonur hefðu hafnað flokknum sökum þess að flokkurinn hafnaði frambærilegum konum í prófkjörinu sl. haust og gæti það einnig verið skýring á þessum 7% sem flokkurinn tapaði.
4. 30% múrinn sem Samfylkingin rauf er vissulega sögulegur enda var það síðast árið 1934 ( að mig minnir) þar sem tveir flokkar voru það stórir að myndun á annari tveggja flokka stjórn var möguleiki. Fylgisaukning Samfylkingarinnar á landsvísu tel ég megi skýrast af kosningakerfinu annars vegar og öflugu flokkstarfi hins vegar. Það kom mér ekki á óvart að ISG hafi ekki komist inn á þing, ég átti vægast sagt ekki von á því og því kom mér það ekki á óvart.
5. Ég bjóst við að F myndi ná inn 5 þingmanni á kosnað B eða D en þeir geta vel við unað þar sem þeir tvöfölduðu þingflokkinn. Þetta er vissulega sögulegt líka þar sem þetta er í annað skipti í stjórnmálaslögunni, að nýr flokkur bæti við sig mönnum í öðrum kosningum en hið fyrsta var Kvennalistinn árið 1987. Síðan er spurning hvor F detti út af þingi í næstu kosningum eins og varð raunin hjá Kvennalistanum. Þeir geta styrkt stöðu sína með því að hafa fleiri hitamál á dagskrá og ef þeir ætla að vaxa og ná sessi í Íslensku flokkakerfi, þá verða þeir að hafa fleiri stefnumál sem aðal - baráttumál en kvótamálið.
Það verður spennandi að sjá hvernig stjórnarviðræður þróast í næstu viku. Ég tel líklegt að stjórnin haldi áfram að vinna saman en ég tel að Framsókn sé í lykilstöðu gagnvart D-listanum, og hver veit nema að Halldór geri kröfu á forsætisráðherrastólinn... hvað verður um Davíð þá? verður hann sendiherra eða hættir einfaldleg í stjórnmálum?Eða stefnir Davíð á Bessastaði??? það er nú ár í næstu forsetakosningar...Ætli Halldór sé ánægður með núverandi embætti sitt og vilji halda því en stöðu sinnar vegna gerir hann kröfu á fleiri ráðuneyti en flokkurinn nú þegar hefur?
og svo í lokin... RUV takk fyrir frábæra útsendingu á netinu sem tengd var við sjónvarpið okkar og klikkaði ekki... en ég hefði viljað sjá Sérfræðinginn koma með fleiri kosningasögur ...