Viský, bakaðar kartöflur og arfi....
Jæja þá eru bækurnar komnar upp á borð aftur eftir afmælisveisluhöld helgarinnar. Á föstudaginn var frídagur þar sem Stóri bænadagurinn var, veit ég nú ekki sögu hans en fríið var afmælisbarninu kærkomið. Við héldum matarveislu fyrir 10 manns þar sem liðið sat, skrjáfaði, át og drakk fram eftir nóttu. Þetta var frábært kvöld, enda skemmtilegt fólk í heimsókn... nágrannar okkar hérna í Skovlyporten, Ólöf Sara vinkona og co. og Hildur sundvinkona. Dagurinn var sumum erfiður framan af...úrrættist þegar á leið, grunar að Viský - flaskan sem kom í pakka frá nágrönnum okkar í Portinu, hafi gert strik í reikninginn. Ég hélt mig bara við ginogtonic með límonutvisti og ís... ekkert smá gott að kreista límónu yfir. Þetta verður drikkur sumarsins alveg pottþétt :) Á laugardaginn fengum við Guðmundur mjög mikilvægt verkefni en það var að baka kartöflur fyrir 70 manna brúðkaup nágranna okkar. Ég fekk blað sem á voru leiðbeiningar um hvernig ég átti að baka kartöflunar en svona hljómaði það:
Hej Sara
Ovnen skal være forvarmet til 180 grader. Kun 1. plade kartofler af gangen! 1. plade skal stå i ovnen i 2 timer ved 180 grader. Tænd ovn kl. 11:30
1. plade bager 1200-1400
2. plade bager 1400-1600
3. plade bager 1400-1800
Vi skal spise klokken 1900
Ég auðvitað svaf yfir mig og fyrsta platan fór í kaldan ofnin 12:15 og svo varð inni til 14:30 vegna þess að mamma hringdi. Við hækkuðum hitann til að spýta hraða enda hálftíma of sein... sæll geðveikt stress í gangi í síðustu plötunni þar sem ofnskúffan tók svo mikinn hita í sig og voru kartöflurnar enn hrár.... en þetta reddaðist og við fórum með kartöflurnar í fælleshúsið korter í sjö en þá voru 2 gestir úr brúðkaupinu búnir að banka upp á og rukka um kartöflurnar. Síminn hringdi frá Íslandi rúmlega 6 og ákveð ég að nýta tímann í að hafa 3. plötunna lengur inni... matur kl. 1900 hvað er fólk að stressa sig..
en þær heppnuðust það vel, að í gær fengum við Gummi snakkpoka, rauðvínsflöskur, sneið að bryllup-tertunni .... sem sé slóum í gegn hjá grönnunum!!!
Á laugardagskvöldið kom frænka hans Guðmundar, Sigríður Birna og kærastinn hennar Bo, í grill. Þau flúðu hús þar sem húsráðendur voru heldur fámælir enda dottandi í sófanum yfir engu og síðan fluttu sig yfir í rúmið um þrjúleitið en þá voru þau búin að sofa í 3 tíma... Sara morgunhani vaknaði snemma á sunnudagsmorgninum enda úti var þetta dýrindi veður, glampandi sól og steikjandi hiti. Arfinn í kringum sólblómin mín var skotmarkið sem hvarf hægt og bítandi. Múlan var á inni og Gummi stökk á milli garðsins og tv eins og gormur enda svaka múla í gangi. Nonni nágranni og Alam buðu okkur síðan í grillaðar pylsur ekki veit ég hvort það voru pylsurnar eða hvað, en á skall þessi svaðlega rigning og ekkert varð úr því að arfinn varð reyttur... ekki þennan sunnudaginn.
Jæja þá eru bækurnar komnar upp á borð aftur eftir afmælisveisluhöld helgarinnar. Á föstudaginn var frídagur þar sem Stóri bænadagurinn var, veit ég nú ekki sögu hans en fríið var afmælisbarninu kærkomið. Við héldum matarveislu fyrir 10 manns þar sem liðið sat, skrjáfaði, át og drakk fram eftir nóttu. Þetta var frábært kvöld, enda skemmtilegt fólk í heimsókn... nágrannar okkar hérna í Skovlyporten, Ólöf Sara vinkona og co. og Hildur sundvinkona. Dagurinn var sumum erfiður framan af...úrrættist þegar á leið, grunar að Viský - flaskan sem kom í pakka frá nágrönnum okkar í Portinu, hafi gert strik í reikninginn. Ég hélt mig bara við ginogtonic með límonutvisti og ís... ekkert smá gott að kreista límónu yfir. Þetta verður drikkur sumarsins alveg pottþétt :) Á laugardaginn fengum við Guðmundur mjög mikilvægt verkefni en það var að baka kartöflur fyrir 70 manna brúðkaup nágranna okkar. Ég fekk blað sem á voru leiðbeiningar um hvernig ég átti að baka kartöflunar en svona hljómaði það:
Hej Sara
Ovnen skal være forvarmet til 180 grader. Kun 1. plade kartofler af gangen! 1. plade skal stå i ovnen i 2 timer ved 180 grader. Tænd ovn kl. 11:30
1. plade bager 1200-1400
2. plade bager 1400-1600
3. plade bager 1400-1800
Vi skal spise klokken 1900
Ég auðvitað svaf yfir mig og fyrsta platan fór í kaldan ofnin 12:15 og svo varð inni til 14:30 vegna þess að mamma hringdi. Við hækkuðum hitann til að spýta hraða enda hálftíma of sein... sæll geðveikt stress í gangi í síðustu plötunni þar sem ofnskúffan tók svo mikinn hita í sig og voru kartöflurnar enn hrár.... en þetta reddaðist og við fórum með kartöflurnar í fælleshúsið korter í sjö en þá voru 2 gestir úr brúðkaupinu búnir að banka upp á og rukka um kartöflurnar. Síminn hringdi frá Íslandi rúmlega 6 og ákveð ég að nýta tímann í að hafa 3. plötunna lengur inni... matur kl. 1900 hvað er fólk að stressa sig..
en þær heppnuðust það vel, að í gær fengum við Gummi snakkpoka, rauðvínsflöskur, sneið að bryllup-tertunni .... sem sé slóum í gegn hjá grönnunum!!!
Á laugardagskvöldið kom frænka hans Guðmundar, Sigríður Birna og kærastinn hennar Bo, í grill. Þau flúðu hús þar sem húsráðendur voru heldur fámælir enda dottandi í sófanum yfir engu og síðan fluttu sig yfir í rúmið um þrjúleitið en þá voru þau búin að sofa í 3 tíma... Sara morgunhani vaknaði snemma á sunnudagsmorgninum enda úti var þetta dýrindi veður, glampandi sól og steikjandi hiti. Arfinn í kringum sólblómin mín var skotmarkið sem hvarf hægt og bítandi. Múlan var á inni og Gummi stökk á milli garðsins og tv eins og gormur enda svaka múla í gangi. Nonni nágranni og Alam buðu okkur síðan í grillaðar pylsur ekki veit ég hvort það voru pylsurnar eða hvað, en á skall þessi svaðlega rigning og ekkert varð úr því að arfinn varð reyttur... ekki þennan sunnudaginn.