Halldór segir Morgunblaðinu í dag
Alltaf sóst eftir að leiða stjórn
"ÉG hef alltaf sóst eftir því að leiða ríkisstjórn og að Framsóknarflokkurinn nái afli til þess. Það er eins núna," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er talsverður þrýstingur á það innan flokksins að Halldór geri kröfu um forsætisráðuneytið sér til handa í viðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn.
"Við höfum ekki hafið neinar umræður um þetta en þetta er eitt af því sem flokkarnir munu ræða í þeim viðræðum sem framundan eru. Í mínum huga eru málefnin aðalatriði og sá vilji okkar að halda áfram að byggja upp blómlegt atvinnulíf og öflugt velferðarkerfi."
Nú spyr ég: Hvernig á að halda uppi öflugu velferðakerfi ef B og D ætla halda áfram í stjórnarsamstarfi í ljósi 30 milljarða skattalækkanna sem D lofaði kjösendum sínum? Einhverstaðar þarf að taka þessa peninga... Nýir þingmenn D-lista eins og Sigurður Kári eru gall harðir hægri menn og vilja takmarka velferðaríkið eins mikið og mögulegt er á meðan þingmenn detta út af þingi fyrir D-listann sem hafa lagt áherslu á velferðamál eins t.d. Ásta Möller.
Hvernig ætli þeir félagar vinni að þessu samstarfi og hver ætli málamiðlunin milli þeirra verði í ljósi þess að báðir þurfa að setja í framkvæmd kosningaloforð sín-tryggja velferðakerfið og lækka skatta um 30 milljarða?
Alltaf sóst eftir að leiða stjórn
"ÉG hef alltaf sóst eftir því að leiða ríkisstjórn og að Framsóknarflokkurinn nái afli til þess. Það er eins núna," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er talsverður þrýstingur á það innan flokksins að Halldór geri kröfu um forsætisráðuneytið sér til handa í viðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn.
"Við höfum ekki hafið neinar umræður um þetta en þetta er eitt af því sem flokkarnir munu ræða í þeim viðræðum sem framundan eru. Í mínum huga eru málefnin aðalatriði og sá vilji okkar að halda áfram að byggja upp blómlegt atvinnulíf og öflugt velferðarkerfi."
Nú spyr ég: Hvernig á að halda uppi öflugu velferðakerfi ef B og D ætla halda áfram í stjórnarsamstarfi í ljósi 30 milljarða skattalækkanna sem D lofaði kjösendum sínum? Einhverstaðar þarf að taka þessa peninga... Nýir þingmenn D-lista eins og Sigurður Kári eru gall harðir hægri menn og vilja takmarka velferðaríkið eins mikið og mögulegt er á meðan þingmenn detta út af þingi fyrir D-listann sem hafa lagt áherslu á velferðamál eins t.d. Ásta Möller.
Hvernig ætli þeir félagar vinni að þessu samstarfi og hver ætli málamiðlunin milli þeirra verði í ljósi þess að báðir þurfa að setja í framkvæmd kosningaloforð sín-tryggja velferðakerfið og lækka skatta um 30 milljarða?