Á fróni...

mánudagur, júní 06, 2005

X&Y og thirtysomething..

Keypti mér nýja Coldplay diskinn í dag og það er nú ekki oft sem ég kaupi tónlist(hóst hóst). Þvílíkur diskur ... þvílík snilld hvert lagið á fætur öðru gefur gæsahúð. Diskurinn hverra krónu virði og er must fyrir þá sem kunna að meta kaltspil. Það er skemmst frá því að segja að við Guðmundur vorum boðin í þrítugsafmæli til kunningja okkar síðast laugardagskvöld. Þetta er fjórða helgin í röð sem hefur farið í samkvæmislíf en því líkur í bili um næstu helgi er við förum í brullup verslófélaga Gumma í Skorradal. Teitið á laugardaginn var flott partý með nóg að bíta og brenna. Það sem var svo skemmtilegt við afmælið var að þar kom fólk víða að sem við þekktum bæði úr verkfræði, sundinu og stjórnmálafræðinni þannig maður þekkti svo marga sem var ákaflega skemmtilegt enda skemmtum við gvendur okkur ákaflega vel. Herra og frú BENSON, takk kærlega fyrir mig.

föstudagur, maí 20, 2005

Austurevróvison hvað!!!!

Úff maður er rétta að jafna sig eftir gærkveldið, þvílíkt og annað eins hefur bara ekki sést vestan alpafjalla. Það var víst enginn lýgi sem Selma sjálf sagði um sirkusinn. Þetta er ekki söngvakeppni lengur heldur leiksýning eða jafnvel samsæri. Er viss um að e-m símafyrirtækjum hafi verið borgað undir borðið fyrir að eyða atkvæðum. Kannski að Björgúlfur gæti kippt þessu í liðinn fyrir okkur þar sem hann er nú á góðri leið með að eignast öll símafyrirtæki í austurevrópu og þá gæti hann reddað þessu fyrir okkur. Ég meina, við verðum að taka þátt í þessu samsæri því ég hef engan trú á því, að austurevrópskar húsmæður standi sig ekki í stykkinu. Eins og mömmu strákurinn frá Makedóniu, hvaðan kom hann og náttfatadansararnir í snípsíðu dressi og g-strengurinn sást. Grunar að mamma hans hafi borgað feita peninga fyrir að hagræða símaúrslitumm í nágrannalöndum sínum.
Evróvison er dauð, hún dó í gærkveldi.

mánudagur, mars 14, 2005

Talandi um að vera flottur og

sexý þá er þessi maður gersamlega út úr kú og korti. Sæll ekki vildi ég vera svona loðin!!!

mánudagur, mars 07, 2005

Allt í drasli...

var þáttur sem ég horfði á í gær. Mér finnst nú nafnið á þættinum hefði átt að vera allt í skít!!! Ojjj barasta þegar Heiðar tók upp kattaskítinn var mér allri lokið og húsfreyjan kasólétt. Eitt er drasl og annað er skítur og ofbauð mér í orðsins fyllstu merkingu því ég hélt að skítastuðullinn minn væri hærri en góðu hófi gengdi. Þetta heimilli sem breystist úr skítabæli í fallegt heimili á skotstundu mér til léttist því vesalings óléttakonan að þurfa lifa í þessum skít. Samt gaman að horfa á breytinguna svona before and after... Reyndar á þessi þáttur sér fyrirmynd frá BBC og sá ég hann úti í Lundunum í síðustu viku. Þá voru svona álíka heimili sem voru tekin fyrir og í staðin fyrir kattaskít var fuglaskítur og kóngulóavefur upp um allt og náttlega drasl. Þrifmeistarinn þar var ekki í kemískum efnum heldur notaði edik á allt, stunum hreinan, stundum blandaðan í vatn og stundum whitevinigar (hvít edik) og bara skíturinn fór med det samme. Þetta voru smá þrifráð í boði Söru snyrtipinna...

föstudagur, mars 04, 2005

Blaut og köld Lundunarborg-stutt ferðasaga

Höfuðborg breska heimsveldisins olli mér ekki vonbrigðum þratt fyrir skíta veður, rigningu, slyddu og kulda. Þetta var massa kúl ferð og mikið hrikalega er ég þreytt í fótleggjunum enda ekkert lítið búin að ganga. Mér finnst nefnilega best að kynnast borg svona við fyrstu kynni, með fótunum, síðan fer maður aftur og þá í menningarferð.
Ferðalagið byrjaði svo sem ekkert sérstaklega vel þar sem maðurinn sem sat í gluggasætinu var svo feitur að hann tók hálft mitt sæti. Hans handleggur náð yfir minn og vel inn á bringuna mína. Ég var nú ekkert sérstaklega glöð með þetta þar sem vélin var smekkfull og engin laus sæti. Það var ekki fyrr en eftir að ég kvartaði við yfirflugfreyju sem mér var úthlutað öðru sæti. Skvísan sem í því sat var flugfreyja á standby-miða og sat ekkert í því heldur drakk bara g&t aftast í vélinni... iss og ég sem borgaði 30 þús fyrr minn miða. Ég komst á hótelið fyrir rest, herbergið var lítið en snyrtilegt og ákvað ég að leggja mig aðeins áður en ég fór út.
Það fyrsta sem ég varð virkilega var við og kom mér verulega á óvart miðað við aðrar stórborgir sem ég hef heimsótt, var hversu áberandi og sýnileg stéttarskiptingin er og fer hún ekki eftir litarhætti fólks því þarna voru allra þjóða kvikindi með rassvasana troðfulla af seðlum. Mér fannst gaman að sitja inni á kaffihúsi og horfa á fólkið ganga hjá og velta því fyrir mér hvernig líf alls þessa fólks er og hvernig þeirra hversdagsleikir er frábrugðin manns eigin. Fjölbreytileikinn er óendanlegur í báðar áttir því það er svigrúm fyrir alla í þessu samfélagi.
Gaman fannst mér
...að sjá 2 og 3 kynslóð indverja sem eru búnir að koma sér vel fyrir
...hálandahöfðingja týpurnar í Serlock Holms jakka með hatt
...bisness menn í geggjuðum jakkafötum
...ríkar breskar kellingar með hatt og tösku í stíl
...að rölta um götur Soho og enda allt í einu á aðalhórugötu Lunduna eða arabískri kaffibúð (þar sem ég keypti kaffi)eða ítalskri gourme-búð (þar sem ég keypti parmasan ost)
...fínu merkjabúðirnar þar sem maður horfði agndofa á verðmerkingarnar og velti fyrir sér hverskonar fólk hefur efni á jakka sem kostar 100 þús kall eða töskur og skó í stíl fyrir 1000 pund. Sæll
...fara foodhall-ið í Harrods
...sjá starfsmann Harrods hneygja sig fyrir viðskiptavini
...ganga um Kensington og Noting Hill skoðandi típísku bresku húsin á 4 hæðum
...skoða sögulegar byggingar hvort sem um var að ræða D10, Byggingar Westminister (þinghús og kirkjuna, big ben og hengibrúna.
... hvað Ísland er með hreint loft og byggingar
...þegar leigubílstjórinn sagði havve a nice trip luv, ýkt sætt
Við Guðmundur fórum nú líka í búðir en ekki ofangreindar búðir þar sem jakkinn kostar 100 þúsund kall heldur í MD sem er uppáhaldsbúðin okkar síðan ég var á Spáni. Geggjuð föt og á sanngjörnu verði og þar voru sumarfötin keypt ásamt gallabuxum. Ég fann mér þar líka afmælisgjafir frá settinu og Olgu sys peysu og skó massa kúl. Við borðuðum líka á allavega stöðum í misjöfnum verðflokkum en ætli ég verði ekki að segja tælenski og sá japanski standi upp úr þar sem maturinn var 1. flokks og þeir voru líka reyklausir.
Bill bauð uppá söngleikinn We Will Rock You flott söngsýning þar sem ljósin skipta miklu máli og starfræn tækni er notuð í bland. Hef ekki séð svona flott stykki lengi og fagmennskan kom við á öllum stöðum, fær 4 stjörnur af 5.
Heimferðin gekk hægt, endalausar tafir vegna veðurs á meginlandi Evrópu er seinkuðu vélinni til London þannig ég lennti 2 tímum á e. áætlun um miðja nótt.
Bottom line er að Lundunaborg stóð undir nafni og ætla ég ekki að láta líða 28 ár þar til að ég sæki hana næst heim.