Helgardrykkja
Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og les moggann og vísi á mánudagsmorgnum er ekkert sem stendur að viti í þessum annars ágætu miðlum nema helgarfylleríssögur af Íslendingum. Hvað er málið... ??? getur fólk ekki skemmt sér með áfengi (og tala ég ekki um án áfengis þar sem felstar af helgarfylleríssögunum gerast vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Ef fólk getur ekki drukkið í hófi, (kannski erfitt að dópa í hófi en) allavega halda sér á réttu meginn við línuna þá á það ekkert að drekka... punktur. Að lesa fréttir helgarinnar... bara bara bara á ekki til orð, tómar barsmíðar, hnífstungur, hópslagsmál. Skil þetta ekki... ber fólk ekki virðingu fyrir sínum eigin líkama og líkömun annarra ég bara spyr... talandi um að eiga það á hættu að lenda á hrauninu fyrir manndráp af gáleysi eða ákæru fyrir líkamsáras... Eru Íslendingar, bæði karlar og konur, í vandræðum með að stjórna skapi sínu og bara láta t.d. reiðina, áfengið, dópið, ex-félagann eða rasistann taka stjórn á skrokknum sínum og láta næsta einstakling finna fyrir því... Ætli sá maður sé frjáls ef hann lætur aðra ákveðna þætti stjórna lífi sínu... en ég veit allavega að Hannes Hólmsteinn, einn af lærimeisturum mínum, sagði eitt sinni í tíma: Ef t.d. áfengi er farið að stjórna lífi einstaklings er hann ekki frjáls maður, heldur þræll vínsins. Mér finnst allavega að þeir sem ekki þola áfengi þannig að þeir gera e-a heimskulega hluti sem síðar getur haft afdrifarríkar afleiðingar á líf hans, líf fórnarlambsins, fjölskyldur þeirra jafnvel samfélagið allt þar sem t.d. félaginn er lokaður á hrauninu, þarf samfélagið að borga brúsann, félaginn verður af tekjum sem ella hefðu komist út í hagkerfið... sem sé löng keðjuverkun sem hægt er að komast hjá ef fólk hugsar aðeins...
Jæja nóg með predikun dagsins, vonandi misskilur fólk mig ekki og telur mig vera Gunnar í krossinum en mér blöskraði samt lesning netmiðlana í gær...
Þegar ég sest fyrir framan tölvuna og les moggann og vísi á mánudagsmorgnum er ekkert sem stendur að viti í þessum annars ágætu miðlum nema helgarfylleríssögur af Íslendingum. Hvað er málið... ??? getur fólk ekki skemmt sér með áfengi (og tala ég ekki um án áfengis þar sem felstar af helgarfylleríssögunum gerast vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Ef fólk getur ekki drukkið í hófi, (kannski erfitt að dópa í hófi en) allavega halda sér á réttu meginn við línuna þá á það ekkert að drekka... punktur. Að lesa fréttir helgarinnar... bara bara bara á ekki til orð, tómar barsmíðar, hnífstungur, hópslagsmál. Skil þetta ekki... ber fólk ekki virðingu fyrir sínum eigin líkama og líkömun annarra ég bara spyr... talandi um að eiga það á hættu að lenda á hrauninu fyrir manndráp af gáleysi eða ákæru fyrir líkamsáras... Eru Íslendingar, bæði karlar og konur, í vandræðum með að stjórna skapi sínu og bara láta t.d. reiðina, áfengið, dópið, ex-félagann eða rasistann taka stjórn á skrokknum sínum og láta næsta einstakling finna fyrir því... Ætli sá maður sé frjáls ef hann lætur aðra ákveðna þætti stjórna lífi sínu... en ég veit allavega að Hannes Hólmsteinn, einn af lærimeisturum mínum, sagði eitt sinni í tíma: Ef t.d. áfengi er farið að stjórna lífi einstaklings er hann ekki frjáls maður, heldur þræll vínsins. Mér finnst allavega að þeir sem ekki þola áfengi þannig að þeir gera e-a heimskulega hluti sem síðar getur haft afdrifarríkar afleiðingar á líf hans, líf fórnarlambsins, fjölskyldur þeirra jafnvel samfélagið allt þar sem t.d. félaginn er lokaður á hrauninu, þarf samfélagið að borga brúsann, félaginn verður af tekjum sem ella hefðu komist út í hagkerfið... sem sé löng keðjuverkun sem hægt er að komast hjá ef fólk hugsar aðeins...
Jæja nóg með predikun dagsins, vonandi misskilur fólk mig ekki og telur mig vera Gunnar í krossinum en mér blöskraði samt lesning netmiðlana í gær...