Á fróni...

fimmtudagur, maí 01, 2003

Á síðustu stundu

Ég held að við Guðmundur æltum aldrei að læra af reynslunni hvað varðar tímasetningar og dagsetningar. Í fyrrakvöld mundum við eftir dönsku skattskýrslunni sem átti að að skila fyrir 1. maí. Við ekki alveg með skattamálið á hreinu og eftir smá umræðu ákvað Guðmundur að taka skýrsluna með til vinnu og fá hjálp og kom í ljós að við vorum að gera þetta of flókið. Skýrslan blessaðist.

Ég uppgötvaði, mér til skelfingar í gærdag, að síðasti dagurinn til að skila inn bréfi með undirskrift skólans, um að ég væri nemandi og hefði náð prófum, væri í dag. Ef bréfinu væri ekki skilaði inn þá yrði okkur hent útaf kolleginu. Ekkert flóknara.
Viti menn, nú voru góð ráð dýr. Íslenska leiðin, að bera sig illa, eða segjast ekki hafa fengið bréfið, eða verið veikur eða bara ALLAR afsakanir virka ekki í Danmörku. Þarna eru danir ekki ligeglad, heldur mjög mjög stífir.
Það var ákveðið í snatri að slá 2 flugur í einu höggi, fara og kjósa niðri sendiráði og skila þessum skólastaðfestinarpappir. Guðmundur hjólaði eins og berserkur heim úr vinnunni kl.14:00, ég í skólann fekk stimpil, við í lestina aftur, út á Vesterport, inn með bréfið á Danmarksungdomsboliger og það var lokað. NEI SHIT.... sagði ég við Guðmund. Við dingluðum enda lokaði kl. 15:00, fyrir 20 mín og það hlýtur að vera e-r inni... viti menn svaraði ekki þessi yndislega kona og tók hún við skólastaðfestingarpappírnum. Okkur var borgið.
Næst skunduðum við niður í sendiráð sem fannst eftir smá rölt og sögðumst vilja kjósa. Eftir nokkar undirskriftir af nafninu okkar fengum við atkvæðið í 2 lögum af umslögum og það er í töskunni minni. Hver býður í tvö atkvæði... nokkuð dýrmæt skal ég segja ykkur ;-). Verst að okkur var ekki boðið upp á kaffi eins og Margrét vinkona fekk hérna um árið í Mosku. Kannski vegna þess að fleiri íslendingar sækja sendiráðið í DK oftar en það í Mosku. Samt var þetta nokkuð merkileg bygging þar sem sendiráðið er búið að vera á sama stað í 87 ár en áður en það var sendiráð var þarna íslendingaskrifstofa og þjónusta fyrir íslendinga búsetta í Danmörku. 87 ár er nokkuð langur tími og mikið hefur gerst á þessum tíma í stjórnmálasögunni. Ég fann á mér að innan þessara veggja hafa margar mikilvægar ákvarðanir verið teknar sem varðar það samfélag sem við búum í dag.
Þessari þjóðernisræðu er sem sé lokið ætli það séu kosningarnar sem hafi ýtt undir þjóðernisvitundina?

En við náðum að kjósa í tíð, ekki á síðustu stundu þar... nokkuð típískir íslendingar