Á fróni...

laugardagur, apríl 26, 2003

Jæja, þá erum við hjónaleysin næstum orðin vön hversdagsleikanum eftir annasama og ánægjulega heimsókn tengdafjölskyldunnar. Fyrir utan það hvað það varð tómlegt í kotinu, þá erum við með e.k. fráhvarfseinkenni frá lúxusnum síðan tengdó var hérna með bílaleigubíl meðan þau voru hérna. Það er frekar súrt að þurfa að gíra sig inn á almenningssamgöngur og reiðhjól, eftir að hafa setið í drossíu í hvert mál undanfarnar tvær vikur - enda erum við búin að liggja á bílavefjunum og láta okkur dreyma um litla dós. Við skulum svo bara sjá til hversu þrautseig við erum að staulast í strætó og lest, annars held ég að það ekki spurning um hvort heldur hvenær lítil púdda kemur á heimilið.

Á meðan á heimsókn tengdafjölskyldunnar, voru náttúrlega teknar myndir sem endranær og má sjá þær á myndasíðunni okkar og hér. Mig langar að benda þeim á það sem ekki eru ginkeyptir fyrir myndasyrpusniðið, að ef smellt er á "Filmstrip" fyrir miðið uppi í vinstra horni, þá fæst ansi þægilegur máti til að skoða myndirnar.