Á fróni...

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Dag eftir dag - hendur og fætur

Dagarnir líða og ég held mér við námsefnið á meðan Guðmundur sækir sína vinnu og lífið gengur sinn vanagang. Sem sé ekkert að gerast. Við ætlum að standast freistingar, láta skynsemina ráða og geyma öll bílakaup til haustsins. Sem sé enginn bíll á dagskrá. Ég hef lítið sem ekkert að segja og hvað gerir maður þá ... fer að tala um veðrið, sem er búið að vera rok og rigning kannski ekki eins og á íslenskum mælikvarða en talsverður vindur og rigning. Held samt að það verði aldrei hliðar rigning eins og heima þegar rokið er MIKIÐ. Sólin tók á móti mér í morgun og 15 stiga hiti, hún er alveg yndisleg blessunin eins og amma lang heitin hefði sagt. Veðurspáin vill ekki lofa henni lengi en rigningin er góð fyrir gróðurinn.

Ég tognaði í bakinu á föstudaginn og það er með ólíkindum hvað bakið er merkilegt fyrirbæri. Þegar ég togna þá fer ég um eins og mjög aldraður einstaklingur með beinkröm í baki á háu stigi. Alveg hræðilegt, vægast sagt og Guði sé lof fyrir íbúfenið enda veit ég ekki hvar helgin hefði endað hefði þess ekki notið við. Er samt öll að koma til og tilfærslan er gengin til baka, bara fara varlega í allar hreyfingar. Held ég vilji frekar missa útlim heldur en að tapa bakinu þar sem maður getur lifað með gervilim (kannski ekki nýtt höfuð) en hendur og fætur. Reyndar síður fingurna þar sem þær eru svo mikilvægt skynfæri, komst að því hérna um árið er flaskan brotnaði í hægri hendinni hversu mikilvægt skynfæri hún er. Gleymi því aldrei hvað handaskurðlæknirnn sagði við mig, Sara mín, þú getur þreyfað þig áfram í myrku herbergi með höndunum, fundið hluti og þekkt þá af lögun þess, skrifað, unnið og gert allt með höndunum, miklu meira en með fótunum. Þeir sem hafa ekki prufað "að vera handlama" ættu bara að nota fæturna á sér í að hræra í potti, eða gróðursetja blóm, eða drekka úr glasi jafnvel að prufa að setja annan fótinn í svartan poka með fullt af hlutum og láta hann þekkja þá...
Þetta yrði alger brandari...kannski ég hafi fundið upp nýjan drykkjuleik?
En núna er umræðan orðin frekar súr, þá er tími til að fara lesa...