Á fróni...

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Prófstressið
er mætt á svæðið enda settið farið og fríið búið. Hversdagsleikinn er tekin við og ég sit hérna ein í kotinu, frekar tómlegt enda rokkna stuðið búið að vera sl. 12 daga. Frábært félagskapur, spánar veður, góður matur og nóg af vökva til að skola honum niður með, sem sé frí eins og það gerist best.
En núna ætla ég að fara snúa mér að bókunum enda 20 dagar til stefnu í synopxin og jess það er spáð rigningu um helgina og þá er hægt að læra með góðri samvisku.