Jæja sumarið langt á veg komið og ég hef ekkert skrifað í langan langan langan tíma. Ekki ætla ég að afsaka eitt né neitt en hver veit nema maður fari að skrifa aftur eftir langt frí. Það er nokkuð mikið búið að gerast í lífi okkar Guðmundar, við loksins búin að finna draumaíbúðina sem við flytjum inn í fyrir 1. september, en jafnframt er von á fjölgun í fjölskyldunni því við erum að fá hund inn á heimilið. ójá langþráður draumur minn er að verða að veruleika reyndar okkar beggja. Hundurinn sem er af tegundinni Ungversk Vizsla uppfyllti kröfur okkar beggja þ.e. ég vildi heimilsvænan hund sem hægt væri að kjammsa og knúsa en GAH vildi hund sem hann gæti þjálfað upp sem veiðihund. Þannig að vetur okkar hjóna fer að ala upp eitt stykki hund, nokkuð gott verkefni til að takast á við.