Í villtum heimi ...
Dreggjar dagsins
Gamlar dreggjar
Stikluleggir
Myndir
Við
vera í bandi...
Gestabók - allir að skrifa
Hvenær átt þú afmæli?

The WeatherPixie

Veðrið í Reykjavík núna
































fimmtudagur, febrúar 26, 2004

 
Jæja, þá er strákurinn klár til ferðar - búinn að pakka og loka töskunum. Ég þarf að vona það besta þegar ég "tékka" mig inn annað kvöld þar sem kílóin eru heldur fleiri en leyfilegt er. Reyndar er álíka mikil þyngd í litlur flugfreyjutöskunni og þeirri stóru, enda ekkert nema bækur og glósur frá frúnni. Meiningin er að taka þá litlu ásamt fartölvunni með inn í vél og verð ég sennilega að geyma hana í skáp á Kastrup meðan ég "tékka" mig inn svo hún verði ekki vigtuð sem starfsfólk Kastrup er farið að gera í unnvörpum við handfarangur. En það er þá ekki í fyrsta skipti sem það er stundað.

Nú er bara vinnudagurinn eftir á morgun og svo flugið góða til Íslands annað kvöld.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

 
Jæja, þá er ég búinn að kippa þessu "blog-out" veseni í liðinn - eða allavega reyna það. Þetta enetation virðist virka svo ég skellti því inn í staðinn fyrir það fyrrverandi sem andaðist.

Ef þið hafið e-ð út á útlitið að setja, þá verðið þið að skrá athugasemd um það og stílistinn hún Sara mun fara í málið.

Annars, eins og dyggir lesendur hafa eflaust lesið hér að neðan, þá er ég á leiðinni til Íslands í ....ferð. Mér gengur nú ekki of vel að trappa mig niður í bjórdrykkju svo ég lendi ekki í krónisku delerium tremens eða gjaldþroti þegar ég kem til Íslands - en látum á það reyna. Þar sem mér hefur nú oft (en ekki alltaf) tekist að sigla hinn gullna meðalveg þá geri ég ráð fyrir að komast nokkuð klakklaust frá 10 daga Íslandsheimsókn - það er jú margt annað á klakanum sem dreifir huganum en bjór - allavega núna :)

sunnudagur, febrúar 22, 2004

 
Þá er verkefnið í stjórnun alveg að hafast enda ekki seinna vænna þar sem skilin eru á morgun. Í gærkveldi endaði stelpan ein fyrir framan imbann þar sem settið dreif sig í bíó og systa er í æfingabúðum. Kvöldið átti að fara í létt djamm með Elínu vinkonu en þar sem verkefnið kláraðist ekki í gær þá bannaði samviskan mér að gera nokkurn skapaðan hlut. Það er svo sem ágætt þar sem næsta helgi verið eflaust út um allt, þar sem bóndin kemur sem afmælisgjöf og síðan er árleg sumarbústaðarferð hjá tengdafjölskyldunni í Borgarfjörðinn. Góðu fréttir vikunnar komu á föstudaginn en þá kom bréf frá skorinni og það lítur allt út fyrir að bóklegi hluti MPAnámsins klárist í ágúst. Ef ritgerðin massast í sumar og haustprófið verður haldið, þá stefnir allt í útskrift í febrúar 2005.

Þvílíkur léttir að sjá fyrir endan á þessu ágæta námi...

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

 
Hóst hóst... eftir laaannnnnggggttt vetrarfrí og algert bloggleysi er stelpan mætt tvíefld til baka. Komin á klakann til að massa skólann og veit að núna er verið að spila út réttu trompunum. Þeir sem vilja hafa samaband er bent á email eða 5543039 en aðsetrið er í hjallanum. Hinir geta boðið bóndanum mínum í mat þar sem hann er enn í Danmörku enda vinnandi maðurinn.

Annars er rosalega gott að vera komin heim í nokkra mánuði, veit ekki hversu langt stoppið verður en ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um hversu gott er að vera á Íslandi og hve fjölskyldan og vinirnir eru mér mikils virði. Danmörk er þriðja landið sem ég bý í fyrir utan Ísland og eftir því sem löndunum fjölgar, því sannfærðari verð ég. Heima er best!!
endilega kíktu við aftur ;)