Jæja... þá er vel ígrunduð ákvörðun endanlega ákveðin. Stelpan er á leið til Íslands til að klára MPA námið við HÍ og stefnir á útskrift febrúar 2005. Stjórnmálafræðideild Kaupmannaháskólans hefur ekki staðist væntingar stelpunnar en hún gaf honum tækifæri í eitt og hálft ár. Þetta er stór ákvörðun sem vonandi er rétt en það getur framtíðin ein leitt í ljós. Eitt er víst að hún á eftir að sakna betri helmingsins og ýmissa hluta héðan úr Danmörku...
Merkilegt þegar fréttir eru bornar saman segir mbl að Danskir hermenn og Íslenskir sprengjusérfræðingar hafi fundið umdeild efnavopn í Írak. Á Berlingske segir í fyrirsögn að "Dansk fund i Irak er muligvis kemiske våben" í undirfyrirsögn segir ekkert um Íslenska sprengjusérfræðinga en í fréttinni sjálfri eru þeir blessaðir nefndir sem þáttakendur í vopnafundinum. Merkilegast síðan er þegar fréttin er skoðuð á CNN þá eru Danskir hermenn sagði hafa fundið vopnin og enn þá neðar í fréttinni eru Íslenskir vopnasérfræðingar nefndir.
humm....
Fyrsta helgarboð ársins var hjá blokk 9 og það var afmælismatur hjá Hlín. Hlín nefnileg eldist um eitt ár þeir sem búa í blokk 9 en við í blokk 11 við bara yngjumst og yngjumst eftir því sem árin líða... Við fengum dýrindis kjúklingarétt á tagliatellibaði og öllu skolað niður með hvítvíni. Að sjálfsögðu var vinur okkar Justin Trévatn settur í spilarann en Hlín fekk í afmælisgjöf frá vinkonum sínum dvd með Justin. Þvílíka argasta snilld er þessi diskur, hann er með öllum myndböndum og nokkrum "live" framkomum og ég og Hlín höldum vart vatni yfir honum... HVAÐ var Britney að spá að halda framhjá Justin með JLO Ben??? díses maður. Ég held nefnilega að Justin sé betri eintak af einstaklingi en t.d. Róbert vinur minn nokkur Vilhjálms, Íslandsvinur með meiru. Ég hef það á tilfinningunni að Róbert Vilhjálms sé svona glaumgosi en Justin sé góður strákur... æji hvað Britney var vond!!! Ég vona bara að Justin komi til Danmerkur eða til Íslands... ég og Hlín myndum þokkalega mæta.
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Jæja þá eru jólin búin enn eitt árið og ég er farin að ganga frá jólaskrautinu. Jól og áramót voru yndislegur tími og það var ekkert smá gott að fá settið og Olgu sys í heimsókn þriðja í jólum en þau fóru heim aftur 3 jan. Þessi jól og áramót verða góð minning af svínslega góðum mat, rommý, landnemaspilinu, góðum félagskap fjölskyldu minnar og vina okkar í Danmörku, heimalagaðs rauðkáls, kertaljósa, Finding Nemo, skötuveislu og ódýrari símareiknings þar sem fjölskyldan kom til okkar. Í stuttu máli frábær tími sem gleymist aldrei... en núna er hversdagsleikinn tekinn við. Mér persónulega finnst janúar og febrúar alveg grútleiðinlegur tími sem líður hægt. Gott ráð til breyta honum í skemmtilegan tíma er að hafa kaffiboð milli vina á hverjum sunnudegi. Í fyrra gerðum við þetta hérna í portinu og hlakkaði mann alla vikuna til helgarinnar og félagskaparins. Þetta var frábær leið til að gera leiðinlegan tíma að e-u til að hlakka til. Mæli með þessu!!!