Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi.... Það er verið að steikja svartfuglsbringubeinin upp úr smjeri og hangiketið er að kólna í pottinum. Húsbóndinn úrbeinar og ég steiki. Þvílík dýrindismatarlykt... segi ekki annað. Það er búið að græja svefnherbergið, allt hreint og fínt þar. Baðherbergið búið í stofunni stendur tréð í allri sinni jóladýrð. Gvuð hvað lífið er dásamlegt. Fyrr í kvöld borðuðum við kæsta tindabikkju og meðlætið var ekki af verri kantinum. Verstfirskur hnoðmor og hamsatólg, verstfirsk lauksósa, danskar kartöflur, íslenskt HB rúgbrauð og meira að segja buðu húsráðendur upp á íslenskt smjér! Þessu var síðan skolaði niður með Íslensku brennivíni og dönsku öli. Ekki slæmt að vera íslendingur í útlöndum...
föstudagur, desember 19, 2003
Klippingin langþráða er í hádeginu og síðan koma Herra og frú Skarpi frá Þrándheimi seinna í dag á leið sinni til heim á fróna. Þau fara á sunnudaginn heim og gista hérna hjá okkur. Vesalings námsmennirnir í Noregi geta ekki leyft sér að kaupa kippu af bjór og steik einu sinni í mánuði, enda kippan á 2000 þúsund kall og munnbiti e-ð svipað. Þannig að Herra skarpi er hingað komin til að drekka bjór og eta prótein fyrir liðna mánuði. Á morgun ætlum við að hitta fleiri letigarðsstráka og maka þeirra og eta rautt kjöt og drekka bjór. Eins gott að menn skíti ekki þessari samsetningu í mitt hreina klóstett heldur fari bara til nágrannans og taki nr. 2 þar...
Leópold litli frændi (hann er samt stór) er að útskrifast úr MH í dag. Elsku frændi, innilega til hamingju áfangann. Við Guðmundur skálum fyrir þér í kvöld með feitum øllara. Njóttu dagsins vel og góða skemmtun í kvöld, við biðjum fyrir kveðjum í partíið hjá Möggu móðu. Þú ert flottastur ;)
fimmtudagur, desember 18, 2003
Heimaprófið er gleymt og grafið en þetta verður í síðasta skipti sem ég tala um þetta fokking próf. Jólaskapið er sem sé komið til Holte og hefur pósturinn komið á hverjum degi annað hvort með jólakort eða pakka frá vinum og vandamönnum. OHHH hvað það er notalegt að fá svona skemmtilegt með póstinum og fá smáköku smakkið og randalínur sem kom með vinnufélaga Guðmundar... íhíhhiii nammi gott. Núna er bara verið að taka til, þrífa skítinn og gera jólin velkomin. Ég er nú samt þannig að jólin koma alveg þótt að eldhúskáparnir séu teknir eða fataskáparnir endurskipulagðir... en náðarhúsið verður að vera þrifið.
en áfram með tiltektina...
fimmtudagur, desember 11, 2003
Það er ágætt að við við Sara (Monica) pössum svona vel saman - því ég er...
Prófið in da house... og spurning er: Med udgangspunkt i regeringens program "med borgeren ved roret" ønskes en diskussion af den offentilge sektors legitimitet. Langar einhvern til að spreyta sig???...
Eins og staðan er legst þetta ekki vel í mig en..... við sjáum hvað setur. 3500 orða ritgerð bíður mín og mér er ekki lengur til setunnar boðið en farin að svitna við tilhugsunina við fimm svefnlausar nætur framundan með tilheyrandi koffeindrykkju og stressi!!!
þriðjudagur, desember 09, 2003
Netverkstjórnun tekin við af NPM ef ekki fer stjórnsýslupólitíkin í fokk... áhugavert ik?
Sólarhringur í próf... hvað er betra en að horfa á þennan dilla sér inn á milli lestrarpása!!!
Djöfull er hann geeeðððveikur
mánudagur, desember 08, 2003
48 tímar í próf og klukkan tifar....
fyrir þá sem þekkja til er þetta drep drep fyndið en það verður prófið ekki!!!
Já ef ég ætla að eignast á næstu árum eða til 2011 þá þarf ég að sækja um það fyirr 1. april til að fá fæðingarorlof. Hummm... talandi um skipulagningu, hvað með þá sem eru einhleypir, hvers eiga þeir að gjalda? Eiga þeir að sækja um fyrir 1. april svona ef þeir myndu finna makann á næstu árum og langar til að eignast börn. Betra en er að vera öruggur þar!!!!
Kemur mér ekki á óvart að daninn skuli vera svona dagbókarcalenderskipulegur fyrst ríkistjórnin skikkar landann til að plana barneignir fleiri ár fram í tímann...
Allt í gangi þessa daganna enda prófið á næsta leiti. Tengdó fóru á mánudagsmorgun (huhhh...) og ekki lagaðist heimþráin við það en hún lagast þegar prófið er búið og við getum einbeitt okkur af jólastússinu. Á laugardaginn fórum við út að borða á yndislegan stað sem liggur við Gråbrødretorv. Þetta var danskur staður sem minnti mig á þrjá frakka, enginn íburður bara frábær matur og framúrskarandi þjónusta. Þarna áttum við mjög gott kvöld í góðra manna hópi þannig að helgin fór nú ekki mikið í lærdóm en þetta hlýtur að reddast.
Jólakortin eru næstum því öll skrifuð og þau farin af stað, hjúkk tekur ekkert smá langan tíma, mikið rosalega er þungu fargi af mér létt. Annars er ekkert að frétta, ég les ekkert nema skólabækur, fer ekki á netið né nota msn. Bara algerlega einangruð til 16 des. En þið hin sem eruð að jólast í engu prófstressi... dj%=$/&$# öfunda ég ykkur...