Í villtum heimi ...
Dreggjar dagsins
Gamlar dreggjar
Stikluleggir
Myndir
Við
vera í bandi...
Gestabók - allir að skrifa
Hvenær átt þú afmæli?

The WeatherPixie

Veðrið í Reykjavík núna
































miðvikudagur, ágúst 27, 2003

 
Haglél á stærð við vínber dembast yfir Holte NÚNA... alveg rólegur Guð með veðrið!!!
 
Fréttir

á fréttir.com segir frá í fyrradag, hvað séu fréttir og hvað séu ekki fréttir. Þar las ég hvort fréttnæmt hefði verið þegar alþingsmaður hefði verið tekin fullur við stýrið fyrir e-m vikum eða mánuðum síðan. Alþingismaðurinn er eflaust mannlegur eins og við hin en djöfulsins kaldhæðni er þetta!! Alþingismaðurinn er ekki bara lögfræðingur, sem ætti að kunna lesa í lög og þekkja til lögsögu heldur á hann sæti á ALÞINGI með umboð frá þjóðinni. Umboð til að setja lög og reglur en getur síðan ekki farið eftir þeim lögum og reglum sem sett hafa verið!!! Við ölvunarakstur stefnir ökumaðurinn ekki bara sjálfum sér í hættu heldur líka öðrum borgurum sem vill ágætlega til í þessu tilfelli að eru kjósendur. Ekki gott, ekki gott.......
 
Stuðmenn í Köben

eru tónleikar sem ég ætla ekki að missa af!!! Þegar ég heyrði þá ætla koma til Köben til að spila í Tívolinu fór ég á netið til að finna miða en fann út að Flugleiðir í Kringlunni eru þeir einu sem selja miða á 22.900 en með flugfari og aðgangi að Tivolinu um leið. Ég sendi tölvupóst á þá félaga sem ég fann á heimasíðu Stuðmanna og viti menn ég fékk svar!!! svarið kemur hér:

Hæ,
Hver hefði trúað því að Stuðmenn myndu loksins fá að spila í Tívolí.
Tónleikarnir sem haldnir eru af Stuðmönnum og Icelandair eru í
tengslum við tökur á nýju Stuðmannamyndinni "Í takt við tímann"

Þessi stórviðburður mun eiga sér stað laugardaginn 13. september nk.

Hvernig væri að hrista saman vinnufélagana eða saumaklúbbinn og
skella sér til Kaupmannahafnar á tónleika með Stuðmönnum og
Icelandair.

Í tilefni tónleikanna býður Icelandair sérstök Stuðmannakjör 22.900,-
Innifalið er flug fram og til baka, flugvallarskattar, þjónustugjöld,
aðgangur að Tívolí og miði á tónleikana í Kristalsalnum.

Hagstæð hótelgisting er einnig í boði.

Hægt að velja um brottfarartíma, dvelja t.d. í eina til sjö nætur,
allt eftir hentugleika hvers og eins.

TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í TÍMA!

Miðar eru eingöngu seldir á söluskrifstofu Icelandair í Kringlunni og
Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100

En við látum þig vita þegar við vitum hvar og hvernig þú getur að
nálgast miðana í Köben.

Vonandi sjáumst við,
kær kveðja,
claudia & Stuðmenn



Ég fæ sem sé tölvupóst seinna um hvar ég get keypt miða á þessa tónleika!!! en ég fékk hugmynd, kannski ætti ég bara að gera þeim tilboð, ég sel miðanna og fæ frítt inn á tónleikanna og kannski fæ að taka með þeim eitt lag... komdu sæll og blessaður!!!!
Það yrði feitt rokk....

á ekki að mæta á svæðið?

mánudagur, ágúst 25, 2003

 
Tvö í kotinu

Jæja þá er sumarið búið og við orðin tvö aftur í kotinu. Gervibörnin okkar þrjú fóru heim í gær ásamt tengdamömmu. Það er ekkert smá tómlegt í kotinu en vissulega er gott að vera orðin tvö ein aftur. Allt hefur sína kosti og galla. Mér var hugsað til fólks sem á 3 börn með stuttu millibili. Á ég eina sundvinkonu sem er svona dugleg að vera með 3 börn og vá hvað þau eru dugleg. Arna og Kalli... þið eruð hetjur!! En ætli það sé e-r munur á að eiga 2 börn eða 3 með stuttu millibili. Eða bara 1 og koma svo með annað? En þetta tekur ekkert smá mikinn tíma frá manni að vera með svona mörg börn. Bara að gefa þessu að eta og þrífa af þeim fötin og svara öllum spurninum sem þau spyrja!!! vá maður talandi um húsnæðið sem þau þurfa, dót og drasl sem fylgir þeim og svo stærri bíl. Þokkaleg útgerð þar en þrátt fyrir að það sé tómlegt í kotinu eftir að krakkarnir séu farnir heim er ég fegin að eiga ekki 3 börn núna, kannski eftir 15-20 ár en ekki 26 ára!!!

 
Flugleiðir vs. Express

Ef okkur Guðmund langaði heim um jólin þá þarf að borga 89. þúsund krónur með Iceair en með Express 45. þúsund-

Hvað er málið... og þetta er á sömu dögunum og allt!!! segi ekki annað en komdu SÆLL og blessaður....



fimmtudagur, ágúst 21, 2003

 
Myndir

Vegna fjölda áskoranna verðum hjónin að græja myndir frá brúðkaupinu, svona fyrir fjölskylduna heima og vinina. Það er ekkert smá mikil vinna að fara í gegnum allar myndirnar sem teknar voru þennann annars yndislega dag. Ég hef verið að hugsa um sl. vikur eftir að ég kom hingað út, hvort ég ætti að blogga um brúðkaupsdaginn en eftir miklar vangaveltur ætla ég að halda honum fyrir mig og mína. Mér finnst að þessi dagur sé okkar og eigi að vera okkar. Myndirnar tala sínu máli en sæll... ég veit ekki hvað það tekur langan tíma að fara yfir 700 myndir, velja og hafna og auðvitað photoshoppa þær verstu... elska tæknina. Reyndar er ég búin að fara í gegnum 300 myndir í kvöld, skýra þær en ekkert meira. Á morgun held ég áfram að rýna í myndir frá þessum degi enda segir veðrirð "rigning og rok".

Reyndar er tengda mamma mætt á svæðið til að taka krakkana heim á sunnudaginn og ætlaði ég í bæinn í dag en svo veiktist Olgasys og ég vildi ekki skilja hana eina eftir í dag... Þannig að mágur minn 10 ára og 12 ára mákona drógu mömmu sína í bæjarferð, strætó-strætólest fram og til baka og enginn endaði í Þýskalandi... Nokkuð gott fyrir sjálfstraustið að geta dregið múttu út um alla Köben í stræó og lestum... Krakkar.. þið voruð ekkert smá dugleg!!!

annars hef ég ekkert að segja... enginn hefur skoðun á hvalaveiðum og skólinn byrjar eftir nokkra daga... shitt hvað ég er ekki komin í læri-gírinn. Kominn hnútur í magann af tilhugsunninni um veturinn sem verður erfiður. Annað er að ég er búin að vera í skóla allt mitt líf... mig langar að fara vinna við það sem ég er búin að vera eyða tíma í sl. 4 ár. Hvenær er maður búin að læra nóg? Síðan fer ég út á vinnumarkaðin og segi.. ohhh hvað það var gott að vera í skóla. Þar stjórnar maður tímanum sínum sjálfur en í vinnunni er maður alltaf að vinna fyrir aðra til að fá laun!!!
endæmis vitleysa er þetta...

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

 
Hvað heldur þú? Er nauðsynlegt að skjóta þá???....

Hver mann ekki eftir þessu lagi hans Bubba 1989 eða var það fyrr...?? æji man það ekki en allavega er þetta hápólitíska mál komið inn á borð þjóðarinnar aftur. Öll umhverfissamtök í heiminum á leið til Íslands að trufla veiðar á nokkurm stk. af hvölum. Ég verð alveg að viðurkenna að ég er ekki veiðimaður í eðli mínu og kúgast endalaust þegar verið er að veiða dýr til matar, hvort sem um ræðir laxa, bleikju, naut, sauðkindina, hænur, rjúpu, svartfugl og hvalkjöt svo e-ð sé nefnt. Þrátt fyrir það finnst mér ekkert mál að verka (kannski ekki að verka hvalinn, nautið eða rolluna) elda og borða þennan annars dýrsindis mat. Maðurinn hefur frá upphafi veitt sér til matar og hvaða fuss og svei heyrist núna í umhverfissamtökum vegna veiða á nokkrum hvölum. Hvaða kemur þeim þetta andskotans við? Þetta er herramanns matur, þunnar sneiðar, sem liggja í sterku áfengi, vodka eða Íslensku brennivíni í nokkrar klst., snögg steikt á hvorri hlið, kryddað m. pipar og salti. Þvílíkt nammi namm... Þá svara raddir umhverfissamtaka, að veiðiaðferðin sé svo svaðaleg og hvalirnir þjást svo rosalega, þetta sé svo ómannúðlegt og já, kannski.... En þá spyr ég á móti, ætti þá ekki að banna aðrar veiðar sem eru eins brútal og hvalveiði? eða ætti kannski ekki bara banna allar veiðar yfir höfuð?? Eða bændur sem rækta dýr t.d. hænur, kindur og naut til að eins að drepa til að við getum borðað? Hvar endum við þá? Er ekki nautaatið á Spáni ekki meiri viðurstyggð en veiða nokkra hvali við Íslandsstrendur, þar drepst nautið ekki fyrir en eftir dúk og disk stundum 2-3 tíma, fer reyndar eftir nautabananum, og nautið alblóðugt og finnur örrugglega til allan tíman sem verið er að stinga í það hnífunum. En þetta finnst túristum á Spáni hin mesta skemmtun eru spánverjar mjög stoltir af þessari iðju sinni. Veit ég að til eru frægir nautabanaskólar þar sem námið kostar á við MBA nám í USA, sem sé nokkrar millur. Væri kannski lausnin að gera hvalveiðina að þjóðaríþrótt eins og nautaatið á spáni, selja bara einfaldlega inn á svæðin þar sem hvalir eru veiddir. " Unique in the world" do you want to discover something you´ll never discover again? Take at sigthsailing with Njörður KÓ and find out how to catch a whale and how to eat a whale!!! Þetta gæti gengið.. bjóða túristum að fylgja ferlinu alla leið, gæti jafnvel tekið þátt í veiðinni, horft á verklagið þegar verið væri að vinna að hvalnum og svo sest félaginn við uppá dekkað borð, fínt rauðvín og útsýni yfir sundin blá um kvöldið og borðar hvalinn sem hann hjálpaði til við að veiða fyrr um daginn...

... ætli þetta sé lausinin?

mánudagur, ágúst 18, 2003

 
AFMÆLI

á í dag Margrét sunddrottning. Elsku Margrét til hamingju með afmælið í dag, kveðjan ratar vonandi alla leið frá Holte til USA og meira að segja á réttum degi... stelpan góð að muna þökk sé afmælisdagbókinni... nei djók :-o
Vonandi gerir þú þér dagamun í dag og ferð fínt út að spisa, hvort sem þú ert í Georgia eða sért komin til Boston. Kannski getur þú ekki fengið að borða þar sem kannin kann ekki að fixa rafmagnið hjá sér aftur... ok þessi var lélegur en þá boraru þér í e-ð gott grill hjá grannanum.

Til lukku með daginn elskan..


 
10 tímar í Tívolí

er e-ð sem maður gerir ekki oft held ég á ævinni en þetta gerðum við Guðmundur á laugardaginn ásamt gervibörnunum okkar, Siggu Birnu frænku og Þóru Siggu og fjölskyldunni hennar. (vá hvað þetta varð langt...) ójá tíu tímar... hvernig hafa þau farið að þessu spyrja sumir sig....??? nú það var túrpassi keyptur á liðið, við "hjónin" líka og svo var passinn bara nýttur í botn. Í Tívolíinu eru misskemmtileg tæki og þau sem mér fannst standa upp úr eru þau sem hreyfast ekki mikið og rugla maganum heldur rússíbanarnir eru mjög skemmtilegir Rutschbaninn , odinexpress , slangan rokka feitt... Síðan var Monsunið, Valhöllin. Allt sem hreyfist upp og niður fíla ég og maginn ekki en monsunið og rússibanarnir fengu 3 salibunur. Ég lagði ekki í gyllta turninn. Maður verður nú að eiga e-ð eftir þar til seinna. Það voru þreyttar fætur sem gengu inn í miðnæturlest B til Holte á laugardagskvöldið, börnin gersamlega dauðuppgefin. Ég er enn þá að jafna mig og sperrurnar eru ekki farnar úr skokknum!!! Ég held að ég láti líða e-n tíma þangað til Tívolíð fær heimsókn frá aftur.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

 
Heitt og notalegt

er enn í Danmörku og sumum finnst nóg komið með hitann. Mér finnst þetta afskaplega notalegt og kvart ekki en ungviðið tekur kassa af sunlolly á dag og liggur í móki í sundlauginn okkar. Holte rúlar þessa daganna. Reyndar erum við enn að ná okkur eftir 7 tíma heimsókn á Bakken, seint á laugardagskvöldið komum við heim og skuggalega svartir fætur voru með í för, að ásýndin minnti mig á Gísla, Eirík og Helga, þegar þeir gátu ekki þekkt fætur sína í sundur. Reyndar börðum við Guðmundur ekki í fæturna á börnunum til vita hver átti hvaða leggi en engu að síður fannst mér þetta fyndið. Turpassinn virkaði vel og sumir snáðar fóru allt að 10 sinnum í sum tækin, klessubílarnir, þrautarskipið, minnsti rússibaninn og bollarnir voru vinsælastir. Ölið rann í okkur Guðmund þar sem sem hitinn var rosalega mikill og sumir endalaust í sömu röðinni, sem sé eitt af ofangreindu þannig að við fengum okkur sæti og drukkum öl. Kannski ekki rosalega ábyrgðarfullir "foreldrar" en danskir vorum við!!!

Í dag er hinsvegar háskýjað og e-ð hefur rignt sem er gott þar sem þá þarf ég ekki að vökva sólblóma-skóginn. Í gær slóg öllu rafmagni út í eldhúsinu og holinu, djövullinn hugsaði ég og hvað á maður gera.... grilla í marga daga á meðan við bíðum eftir iðnaðarmanni- þeir eru svo lengi að koma sér á staðin eins og þeir íslensku!! Eftir leiðbeiningum frá bóndanum um að slökkva á öllum rofum og prufa svo ískápinn sér og frystikistuna sér ... og já einangra rafmagnstækið sem olli þessum leiðindum. Allt gerði ég eins og mér var sagt og allt kom fyrir ekki. Bóndinn kom heim og ekkert gekk heldur, meira að segja skrúfaði í sundur þetta og hitt með rafmagnshelda skrúfjárninu eins og honum einum er lagið.... en ekkert gekk heldur. Hann fór út og reyndi að ná á húsvörðin sem nennti ekki að koma og sagðist koma í fyrramálið sem hann og gerði. Viti menn Guð sjálfur var mættur á svæðið þar sem hann lyfti upp helv.... tökkunum í töflunni sem höfðu slegið allt út deginum áður og HALLÍLÚJA, ljósið fór á.
SÆLL mér leið eins og fokking fávita, fór e-ð að reyna afsaka mig blablabla á dönsku við kallinn sem leit á mig og sagðist bara vera Guð!! Ég þoli ekki svona, það hefði verið ágætt að hafa Guðmund líka heima svo við bæði hefðum litið út eins og fávitar en nei nei- ég bara heima og lét út eins og VERSTA ljóskan ever!!

....liggur við að ég geri útaf við ísskápinn til að bjarga mannorði mínu hérna á kolleginu get svarið það!!!


laugardagur, ágúst 09, 2003

 
Heima í Holte

er ég mætt með allt mitt hafurtask og þrjá crasy krakka, tvær ungar gelgjur, systur mína og nýbakaða mákonu og einn tækni- og spurningaóðan litlabróður Guðmundar. Sem sagt botnlaust fjör í Holte og mikið stuð. Við komumst klakklaust með 100 kíló og ekki gat ég blikkað innritunnarskvísuna eins og Guðmundur gerði þegar hann fór einn með 30 kg. en pabbi hans blikkaði, ætli sjarminn sé ekki í ættinni :-o
Blíðan er búin að vera endalaust hérna síðan við komum á þriðjudaginn, 27-32 gráður og ekki hefur sést skýhnoðri á himni. Sólblómin mín urðu að frumskógi og dóminera í garðinum ásamt feitum hungasflugum sem kunna gott að meta þau. Þau stæstu eru komin yfir 3 metra, ná langt yfir þakskeggið. Í dag ætlum við að fara Bakken og á að kaupa turpasse fyrir liðið svo það geti farið í öll tækin sem þau langar í ætli við Guðmundur tökum nokkrar ferðir og fáum okkur einn, tvo kannski þrjá öl meðan að við bíðum í hitanum en spáin segir 30 gráður... suss ekki slæmt.

sunnudagur, ágúst 03, 2003

 
Brúðkaup Ólafar Söru og Palla í Garðakirkju á Álftanesi

var ótrúlega fallegt og rómantískt. Það var ágætt að ég hafði Ylfu vinkonu við hliðina á mér enda báðar verri en þriggja klúta bíómynd þegar álíka yndisleg athöfn á sér stað. Brúðurinn var stórkostleg og athöfnin í allastaði ákaflega rómantísk. Helena Eva bætti vel við sönginn enda væntanlega ekki vön orgelspili heima hjá sér. Eftir athöfnina var veislan haldin í Borgartúni. Ég og Ylfa ásamt, Guðmundi og Róberti sátum á skemmtilegasta borðinu enda afskapalega skemmtilegt fólk sem sat með okkur. Þegar ég kem út ætla ég að setja inn myndir úr brúkaupinu og sést þar vel hvað var gaman hjá okkur Ylfu. Eftir að hafa skálað brúðhjónunum til heiðurs fengum við kalkúnabringur með viskýsósu, hrísgrjón og ferskt salat ala Ólöf Sara. Ég þekkti salatið á smátómutunum þar sem nöfnu minni þykir ákaflega gott að hafa heila smátómata inni á milli í salatinu. Súkkulaðikakan rann vel niður með kaffinu og við Ylfa stóðum fyrir tveimur skemmtiatriðum. Myndasýningu af ÓS fyrir tíð Palla og svo sýndum við myndir frá gæsaveislunni. Við Ylfa vorum í svo miklu stuði að það var búið að slökkva ljósin í salnum þegar fórum úr veislunni og auðvitað vorum við síðustu gestirnir. Gat nú verið, við ansi vel í glasi og myndirnar af okkur í þessum líka svaðalegu sveiflum... Ylfa fór heim en við Guðmundur enduðum á Hverfisbarnum og tjúttuðum fram undir morgun. Þetta var yndislegur dagur og kæru vinir... takk fyrir okkur, frábæra veislu, góðan mat og Ylfa mín... allt tjúttið.
Lov jú gæs...

laugardagur, ágúst 02, 2003

 
Well well........

Mánaðarsumarfrí... eru ekki allir hættir að lesa síðuna okkar og skrifin mín :-o

Núna stendur þetta allt til bóta enda brúðkaupið yfirstaðið og ég get sest niður fyrir framan tölvuna og látið gamminn geysa enda er líka mánuður síðan ég skrifaði síðast. Á þessum mánuði er margt og mikið búið að gerast. Brúðkaup Ólafar Söru vinkonu og Palla var 5 júli. Guðmundur mætti á landið og fór með mér í brúðkaupið. Helgina eftir fórum við á ættarmót á Skógum þar komu saman niðjar Ömmu Rikku og systra hennar. Sömu helgi gengu setttið Vatnaleið og á laugardeginum brunuðum við Öxahryggi yfir í Borgarfjörð til að trússa þau og vinafólk mömmu og pabba. Við gistum hjá ömmu Olgu í Hraunbæ sem á síðar eftir að koma við sögu. Helgina þar á eftir léku vinkonur mig heldur grátt er þær gæsuðu mig með stæl. Þegar þær taka sig saman er voðinn vís og þurfti ég að leysa ýmisleg áhugaverð verkefni sem ég tek sérstakan grein í að skrifa. Laugardaginn 26. júli gegnum við Guðmundur svo í það heilaga i Parardís í Borgarfirðinum og verður athöfnin og veislan á eftir seint endurtekin enda einstök stund í lífi okkar beggja. Alexandra vinkona sem ég bjó með einn vetur á Spáni kom í brúðkaupið og tókum við hana með á hestbak í Jafnaðarskarði, rúnt á Gullfoss og Geysi, sundferð á Flúðum og humarveisla á Stokkseyri. Bóndinn yfirgaf landsteinana í liðinni viku enda beið vinnan eftir honum og ég fer á þriðjudagsmorgun. Um helgina er ég stödd í Hrísey, einum af topp fimm fallegustu stöðum á landinu í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa. Settið er líka á svæðinu og Olga sys. Hrísey er mér afar kær og fannst mér tilvalið að koma hingað þessa síðustu daga Íslandsfararinnar og anda að mér fersku sjávarlofti, borða svartfugl, ömmukleinur, skelfisk, saltfisk, harðfisk ala Sólvallagata 2 - rófur og gulrætur úr garðinum og bera augum fjallasýnina. Það jafnast ekkert á við Hrísey á sumrin!!!

endilega kíktu við aftur ;)