Loksins tími til að kasta mæðinni. Síðustu tvær vikur eru búnar að vera rosalegar vægast sagt... mamma sagði við mig í gærkveldi, "jæja Sara mín, er ekki tími til komin að fara einbeita sér að sínu eigin brúðkaupi" ööö... jú kannski sagði ég hálf skömmustuleg. Það er búið að vera svo mikið að gera og ég svaf svo lítið sl. viku að það líkaminn baulaði á mig í gær og vildi fá hvíld. Ég hélt ég væri að leggjast í þessa líka löngu flensu sem Steinar vinur minn fekk fyrir stuttu og lá ég alveg bakk í gær, svaf bara og svaf. Vaknaði til að borða og hélt áfram að sofa... en í dag er ég miklu betri. Ég veit nefnilega að þegar ég hef ekki matarlist er e-ð að ... og þannig var ég í gær, alveg handónýt. Ég heyrði í hádegisfréttum að stofnun smáríkja yrði sett í dag kl. 13:00 í hátíðarsal Háskóla Íslands og ákvað að skella mér. Það var gaman og heppnaðist athöfnin vel, pínu langdregin en áhugaverð. Skemmtilegasti ræðumaðurinn og jafnframt sá skírmæltasti var Forseti vor, Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Hann klikkar ekki í ræðustólnum!! Í þessi skipti sem ég hef hlustað á hann hefur hann aldrei valdið mér vonbrigðum, heldur þvert á móti heillar mann upp úr skónum. Rannsóknarstofnun Smáríkja hefur það verkefni að rannsaka stöðu smáríkja í alþjóðakerfinu. En núna er best að klára verkefnið sem á að klára fyrir laugardaginn...
Brúðakaup Hildar og Bjössa
Var mjög skemmtilegt þrátt fyrir rigninguna á Þingvöllum. Ég ákvað að fá far með rútunni ásamt öðru öðlingsfólki og voru menn frekar hljóðlátir á leiðinni uppeftir. Smá spotti var frá bílastæðinu að svæðinu og gengu sumir á meðan aðrir fengu far með bílum enda rigndi rosalega. Á móti manni tóku síðan foreldar Bjössa og svo trítlaði maður inn í risastórt veislutjald. Þar hitti ég fólk sem ég hef ekki hitt lengi lengi og var gaman að spjalla við liðið. Presturinn mætti á svæðið og þá vissi maður nú að athöfnin færi að bresta á. Reyndi ég að sjálfsögðu að troða mér þar sem ég sá vel til og gæti smellt af nokkurum myndum. Undir rómantískum hljóm nikkunar (brúðarmarsinn að sjálfsögðu) nálgaðist brúðurin og Kristján undir regnhlífinni. Vvvvvááa.....hvað Hildur var falleg. Athöfin var fljótt búin og ræða prestsins var með endæmum rómantísk en jafnframt því að vera full af alvöru. Hin nýbökuðu brúðhjón gengu síðan út úr tjaldinu undir margskonar sápukúlum. Veislan hófst og flaut allt í víni og bjór enda var maturinn afar kærkominn í magann þegar hann kom. Mamma Bjössa hélt tölu og pabbi Hildar ásamt fjölskyldu Bjössa í Austurríki. Síðan kom kakan og kaffið og áfram raðaði liðið í sig enda mjög gott að fá kaffi til að ylja sér enda rakt loftið eftir alla rigninguna. Síðan komu skemmtiatriði og hópsöngur. Við sunddrottningarnar (ég mest btw..) gerðum myndasyrpu af Hildi og sundlífinu. Síðan voru grunnskólavinkonur Hildar með atriði, Rannveig systir Hildar sagði nokkur orð og svo endaði þetta á steggjunarvideó Bjössa... Sæll hvað strákarnir voru vondir við hann!!! Allavega... svo var bara tjúttað og trallað fram til að rútan kom um 2-leytið. Þrátt fyrir veðrið var þetta frábær dagur og var mjög gaman að vera þátttakandi á þessum eftirminnilega degi í lífi Bjössa og Hildar... kæru vinir, takk kærlega fyrir mig.
jess islenskir stafir horfnir... loksins thegar timi vanst til ad setjast vid tolvuna og blogga um brudkaup... djovulll...