Við hjónaleysin viljum óska Hildi og Bjössa með nýja prinsinn. Hann er ekkert smá myndarlegur eins og foreldarnir eru... Til hamingju krakkar, fyrr en varir verðið þið komin með fótboltalið :)
Dag eftir dag - hendur og fætur
Dagarnir líða og ég held mér við námsefnið á meðan Guðmundur sækir sína vinnu og lífið gengur sinn vanagang. Sem sé ekkert að gerast. Við ætlum að standast freistingar, láta skynsemina ráða og geyma öll bílakaup til haustsins. Sem sé enginn bíll á dagskrá. Ég hef lítið sem ekkert að segja og hvað gerir maður þá ... fer að tala um veðrið, sem er búið að vera rok og rigning kannski ekki eins og á íslenskum mælikvarða en talsverður vindur og rigning. Held samt að það verði aldrei hliðar rigning eins og heima þegar rokið er MIKIÐ. Sólin tók á móti mér í morgun og 15 stiga hiti, hún er alveg yndisleg blessunin eins og amma lang heitin hefði sagt. Veðurspáin vill ekki lofa henni lengi en rigningin er góð fyrir gróðurinn.
Ég tognaði í bakinu á föstudaginn og það er með ólíkindum hvað bakið er merkilegt fyrirbæri. Þegar ég togna þá fer ég um eins og mjög aldraður einstaklingur með beinkröm í baki á háu stigi. Alveg hræðilegt, vægast sagt og Guði sé lof fyrir íbúfenið enda veit ég ekki hvar helgin hefði endað hefði þess ekki notið við. Er samt öll að koma til og tilfærslan er gengin til baka, bara fara varlega í allar hreyfingar. Held ég vilji frekar missa útlim heldur en að tapa bakinu þar sem maður getur lifað með gervilim (kannski ekki nýtt höfuð) en hendur og fætur. Reyndar síður fingurna þar sem þær eru svo mikilvægt skynfæri, komst að því hérna um árið er flaskan brotnaði í hægri hendinni hversu mikilvægt skynfæri hún er. Gleymi því aldrei hvað handaskurðlæknirnn sagði við mig, Sara mín, þú getur þreyfað þig áfram í myrku herbergi með höndunum, fundið hluti og þekkt þá af lögun þess, skrifað, unnið og gert allt með höndunum, miklu meira en með fótunum. Þeir sem hafa ekki prufað "að vera handlama" ættu bara að nota fæturna á sér í að hræra í potti, eða gróðursetja blóm, eða drekka úr glasi jafnvel að prufa að setja annan fótinn í svartan poka með fullt af hlutum og láta hann þekkja þá... Þetta yrði alger brandari...kannski ég hafi fundið upp nýjan drykkjuleik? En núna er umræðan orðin frekar súr, þá er tími til að fara lesa...
laugardagur, apríl 26, 2003
Jæja, þá erum við hjónaleysin næstum orðin vön hversdagsleikanum eftir annasama og ánægjulega heimsókn tengdafjölskyldunnar. Fyrir utan það hvað það varð tómlegt í kotinu, þá erum við með e.k. fráhvarfseinkenni frá lúxusnum síðan tengdó var hérna með bílaleigubíl meðan þau voru hérna. Það er frekar súrt að þurfa að gíra sig inn á almenningssamgöngur og reiðhjól, eftir að hafa setið í drossíu í hvert mál undanfarnar tvær vikur - enda erum við búin að liggja á bílavefjunum og láta okkur dreyma um litla dós. Við skulum svo bara sjá til hversu þrautseig við erum að staulast í strætó og lest, annars held ég að það ekki spurning um hvort heldur hvenær lítil púdda kemur á heimilið.
Á meðan á heimsókn tengdafjölskyldunnar, voru náttúrlega teknar myndir sem endranær og má sjá þær á myndasíðunni okkar og hér. Mig langar að benda þeim á það sem ekki eru ginkeyptir fyrir myndasyrpusniðið, að ef smellt er á "Filmstrip" fyrir miðið uppi í vinstra horni, þá fæst ansi þægilegur máti til að skoða myndirnar.
fimmtudagur, apríl 24, 2003
Runninn fór til læknis nýlega í venjulega læknisskoðun. Þá sagði læknirinn:
Well, Mr. President. I'm sorry, you appear to have a problem with your brain. It has two parts, as a regular brain should, a left part and a right part. The problem is that the left part has nothing right in it and the right part has nothing left in it.
Gleðilegt sumar ....
Prófstressið er mætt á svæðið enda settið farið og fríið búið. Hversdagsleikinn er tekin við og ég sit hérna ein í kotinu, frekar tómlegt enda rokkna stuðið búið að vera sl. 12 daga. Frábært félagskapur, spánar veður, góður matur og nóg af vökva til að skola honum niður með, sem sé frí eins og það gerist best. En núna ætla ég að fara snúa mér að bókunum enda 20 dagar til stefnu í synopxin og jess það er spáð rigningu um helgina og þá er hægt að læra með góðri samvisku.
sunnudagur, apríl 20, 2003
Gott er að hafa mikinn mat og marga helgi daga hljómar málshátturinn sem ég fékk í morgun en fyrir þá sem þekkja til passar þetta ákaflega vel við mig. Mamma hlóg en narta í nóa-eggið mitt með bestu list :-P
Liðin vika er búin að vera frekar fljót að líða og við búin að vera út um allt og hvergi... Í gær heimsóttum við drottninguna, sem átti að vera í Amalíuborg en síðan hefur hún ákveðið að bregða sér af bæ þannig að okkur var ekki boðið í kaffi og með því eins og tilstóð . Þrátt fyrir það urðum við vitni að vaktaskiptum varðmannanna með svörtu loðnu hattana. Ég hlóg og brosti um leið og mér varð hugsað til í hvað skattpeningar mínir færu í. Djövulsins kaldhæðni, hugsaði ég eftir að hafa tekið hring í á toginu og farið um safn sem er til minningar um Ingiríði drottingarmóður. Þvílíkur munaður sem þetta kóngafólk , lifði og lifir í og þá tala ég um a til ö, allt frá skartgripum-gulli og demöntum, bókum, fatnaði, skóm, málverkum, mublum, postulíni bara nefna það... allur pakkinn. SÆLL svo ég sletti frasanum okkar Elínar vinkonu. Þetta er allt greitt af dönsku þjóðinni sem finnst það bara í góðu lagi. Rökin eru að þetta dregur að ferðamenn víða að sem komi með peninga til baka í kassann. Í maí verður síðan krónprinsinn giftur og ætli hann fái líka hálfan milljarð í brúðargjöf frá dönsku þjóðinni eins og litli bróðir fékk? Nokkuð góð búbót þar!!!
miðvikudagur, apríl 16, 2003
skal vera duglegri blogga...
Páskahelgin er framundan ásamt góðum mat og skemmtilegum félagskap... ekki slæmt þar enda allir mættir á Hotle city. Veðrið er dýrlegt og það er gaman að lifa. Vil ekki hugsa til próflesturstressins sem framundan er :-( Ég fékk sérþarfinar sendar þ.e. SS - pylsusinnep, kaffitárs kaffi og kjúklingapottagaldra krydd og Hríseyskan harðfisk ala Sólvallagata 2. Í dag ætlum við mútta og Olga sys að kíkja niður á Strik og kanna skemmtilega búðarglugga og kannski setjast niður á huggulegan stað í Nýhöfn með hvítvínsglas og svo kíkjum við Olga á sundæfingu með Søllerød svømmeklub. Það er nú ekki fyndið hversu mikll aðstöðumunur er á félögunum þrátt fyrir miklu fleiri iðkendur í Ægi þá hafa þeir ekki sína eign INNI laug....
fimmtudagur, apríl 10, 2003
Sérviskan mín er nú pínu skondin. Þar sem settið er að koma, spurði mamma mig hvor mig langaði í e-ð að heiman. Ég játti því og niðurstaðan, eins og alltaf þegar e-r kemur er Kaffitár kaffi. Síðan fór ég að telja upp, ... súkkulaðirússur, pottagaldra kjúklingakrydd og SS-pylsusinnep... ég fór pínu hjá mér þegar mútta endurtók, SS-pylsusinnep. Já SS- pylsusinnep. Málið var að um daginn fór ég í grill til Nonna nágranna og Ölmu og þar fengum við pylsur og SS-pylsusinnep og mér fannst það svo rosalega gott að mér finnst þetta vera ómissandi í grillið í sumar.
létt biluð þar...
Vikan nánast á enda og settið mitt vonandi byrjað að pakka enda koma allir á sunnudaginn. Ein hef ég verið í kotinu alla vikuna þar sem Gummi skrapp til Búkarest á námskeið sl. mánudag og lendir seint í kvöld. Á meðan hann spókaði sig í fyrrum höllum Nicolae Ceausescu sat ég og las í snjókomunni. Já mér varð allri lokið þegar ég leit út um gluggann, og ég helt að það væri komið vor. Hann á að snúa sér um helgina til suður og þá fáum við heitt loft frá Miðjarðarhafinu og vonandi 12-15 stiga hita, eins og er á Íslandi núna.
mánudagur, apríl 07, 2003
Var að lesa læðuna og datt inn í þessa skemmtilegu síðu um málfar og málnotkun.
Lesturinn er hin besta skemmtun en öllu gríni fylgir einhver alvara.
Hugmynd
Var að fá hugmynd. Ætti ég kannski að búa til link um matsölustaði sem ég hef prófað og mun prófa meðan í bý hérna í Danaveldi og miðla til netverja. Það koma nú mjög margir Íslendingar til Danmerkur og vilja um leið gera sér glaðan dag og fara út að borða. Þá vantar þá upplýsingar um hvar sé gott að borða ef þeir vilja prufa e-ð nýtt eða hvað...!!!
Hvað finnst lesendum síðunnar um það? er ekki best að spyrja þá um það.
Á Sara að safna saman þeim stöðum sem hún hefur komið á og mun koma á?
Helgin bara nokkuð góð... enda borðaði ég á rosalega góðum Tapasbar sem heitir Los Flamencos (Admiralgade 25, 1066 Kbh. K, Telf.:+45 3316 3435 og er opin á mán- fimmtudaga. 17-24 og föstd. og laugard. 13- 24 en lokað á sunnudögum) og er ekta spænskur staður. Mér var hugsað til Spánar og þess tíma sem ég var það að læra spænsku og elda og borða spænskan mat. OHHH... nammi namm... þetta var ekkert smá huggulegur staður, ég meira að segja reyndi fyrir mér í spænskunni og varð nokkuð örugg þar til ég ruglaðist á banana (platano) og diski (plato). Það hlógu allir kokkarnir og eigandinn manna hæst... ég roðnaði niður í rass og þagði það sem eftir var. Maturinn var góður þótt spænskan mín klikkaði, enda notar maður hana nú ekki alveg á hverjum degi. Ég get mælt með Jamon Iberico Pata negra (spænsk hráskinka sem hangir í 7 ár -ekki fyrir grænmetisætur), Tortilla Espanola sem er spænsk omuletta með kartöflum og eggjum, Gambas al Ajilloo eða rækjur í hvítauk og steinselju, Quesos Espanoles Vanados eða spænskur ostur sem er rosalega góður og skemmtilegur í Tapas, mjög þurr og er borin fram í þunnum þríhyrningum og Croquetas de Pollo eða djúpsteiktar kjúklingabollur sem voru alveg rosalega góðar.
Þessi staður fær toppeinkunn og get ég mælt með honum með góðri samvisku, allavega ætla ég þangað aftur, líka til að æfa mig í spænskunni...
föstudagur, apríl 04, 2003
Banana helgi
Það verða einhverjir að prufa romm-gláðu bananana hennar Tinu um helgina .... eru algjört lostdæti. Hvað er betra en að bjóða skemmtilegu fólki í mat, vinum eða fjölskyldu og borða góðan mat með góðum eftirrétti...
og smá trikk frá mér... í stað sítrónusafa er gott að setja appelsínusafa og fyrir rommið er gott að setja skíða - Stroh...
Dýrlegur morgunn og hreyfing
Úti er kalt en sólin er löngu komin upp og það er yndislegt að vakna þegar hún skín og vermir mann í gegnum gluggann. Veðrið minnir mig óneitanlega á árrisula sundmenn sem vöknuðu fyrir allar aldir til að fara á sundæfingu í Laugardalslauginni (reyndar ekki í apríl frekar í maí) en fengu í staðin frábæra sólarupprás og dýrlega kyrrð ásamt 4km. Vá hvað við vorum biluð!!! En fyrir þá sem ekki þekkja til mín, þá er ég ásamt mínum fyrrverandi sundfélögum búin að synda vegalengdina til tunglsins og aftur til baka með heimsins besta sundfélagi á Íslandi Ægi. Til þessa hef ég ekki stungið mér til sunds hérna í Danaveldi, hef ekki farið í sund síðan í ágúst 2002 og verð að viðurkenna að ég er komin með létt fráhvarfseinkenni af sundlaugaferðum en það er stefnt að bæta úr því um páskana með Olgu sys þar sem hún má ekki missa úr sundæfingu og verð ég að fara með henni til að láta hana synda og jafnvel synda smá sjálf. Hreyfing er nauðsynleg fyrir alla, bæði konur og kalla. Ég ákvað því gerast svo frökk að prufa þolfimi og palla hérna í staðbundna gymminu. En þetta er ekki bara æfing fyrir skrokkinn heldur líka upprifjun á dönskunni sem maður fær ekki í málaskólanum í Hellerup eða í kennslu á dönskum stjórnsýslufræðum. Satt best að segja þá hlóg ég svo mikið til að byrja með, var í stökustu vandræðum með að skilja fagmál leiðbeinandans: bøje knæ, hjøre også venstre, en længe hale... op og ned -gå runt, hop hop... og alt igen... ykkur finnst þetta kannski vera afskaplega einfalt, já já brosiði bara en þetta var hægra sagt en gert. Ég er nú orðin nokkuð góð núna, þótt ég segi sjálf frá enda er farin að þekkja inn á kennarana.
Það er samt eitt sem gerir útaf við mig og það er "til/afmelde" kerfið þeirra í gymminu. Maður getur "til-melt" sig í tíma sem verða eftir einn mánuð eða fimm og það er gert í gegnum tölvu. humm... já á föstudaginn 16. maí ætla ég að að fara í Step og þá skrifa ég það niður í dagbókina mína. Svona eru Danir skipulagðir allavega. Þegar maður kemur í tíma, án þess að vera ekki búin að "til-melda" sig, getur maður átt þá hættu að tíminn sé fullbókaður en ekki fullur!! Það eru nefnilega sumir sem "til-melda sig og mæta ekki en gleyma að "af-melda sig" og þá losnar pláss. Eru þið að ná þessu??? Ég lenti einmitt í þessu í gær, var ekki búin að plana fram í vikuna hvaða tíma ég ætlaði í (viku fram í tímann) og síðan var tíminn fullbókaður, fór ég á biðlista og svo kom ekki e-r sem hafði "til-melt" sig en gleymdi að "af-melda" sig... og ég var heppin og komst í tímann.
En ég fljót að læra og "til-meldi" mig í tíma í dag og á sunnudaginn kl. 17:00
miðvikudagur, apríl 02, 2003
Klipping
Ég er ein af þeim sem finnst ákaflega notalegt að fara í klippingu og hlakka mikið til þegar hárið er úr sér vaxið, að láta e-n dekra við það og hleypa í það nýju lífi og gera það snyrtilegt. Þessi dagur var í dag en mikið djövull er ég reið eftir þessa heimsókn til rakarans. Ég fór fram á við skvísuna hvað ég vildi og auðvitað skildi hún mig ekki enda veit ég ekki hvernig maður segir: styttur þarna og þarna .... mere luft her, og her, måske lidt korter her men jeg vil gerne halde længten... ohhhh já hlægiði bara en mér finnst þetta ekki vitund fyndið. Þegar skvísan var búin að fara í gengum allt hárið og snyrta endana vildi ég fá mína rokk klippingu með mikið af styttum sem sé mikið vilt og loft mikið. Hverju haldi þið að skvísan hafi svarað... nei þetta gengur ekki, það er ekki hægt að setja meiri styttur í hárið því þá stemmir það ekki við síddina... ég svaraði: já en ég vil það ...nei svarði hún, það vill enginn hafa stutt að ofan en sítt að aftan, já en ég vil það, svarði ég. Nei það er ekki í tísku og það finnst engum það flott... ARRRRRRRRRRRRggggggggg Gellan gaf sig ekki og ég endaði að borga fyrir klippingu sem er hálfkláruð að mínu mati þar sem helv... klipparinn neitaði að gera það sem ég bað hana um... Djövull... hvað ég er fúl og helvítis danirnir að þykist vita hvað manni sjálfum er fyrir bestu.
þriðjudagur, apríl 01, 2003
Matarást Þar sem ég er búin að tala um stríðið í Írak sl. tvær vikur þá langar mig í segja ykkur frá miklu skemmtilegra umræðuefni nefnilega mat:) Það er þáttur á SVT1 eða sænska RÚV. Þetta er matreiðsluþáttur með pró kokki og blaðamanni sem spyr hana út úr er hún eldar. Félaginn fer einnig á stúfanna, eins og í kaffi- te- og súkkulaði smökkun, fjallar um ofnæmi í mat og ýmislegt sem tilheyrir matargerð og matarást. Kokkurinn, hún Tina er alveg dýrleg, ef ykkur fannst Nigella spennandi og Jamie flottur þá er hún samblanda af þeim báðum, sem sé faglærður kokkur með þvílíkan sjarma. Á heimasíðunni þeirra eru uppskriftir og get ég mælt með "Flamberade bananer med rom och rostad mande" eða romm gláðir bananar með möndluflögum og eru undir Recept-Desserter och godis. Frábær eftirréttur sem tekur enga stund og er skuggalega góður með ís eða rjómaslettu...nammi namm
Ég setti heimasíðu þáttarins í stikkuleggi undir"skemtilegt að skoða" verði ykkur að góðu :-o