Í villtum heimi ...
Dreggjar dagsins
Gamlar dreggjar
Stikluleggir
Myndir
Við
vera í bandi...
Gestabók - allir að skrifa
Hvenær átt þú afmæli?

The WeatherPixie

Veðrið í Reykjavík núna
































laugardagur, mars 29, 2003

 
Svo er hún Ylfa vinkona byrjuð að blogga. Koma svo Ylfa mín vera dugleg að skrifa annað en hún Magga mín sem hefur ekki sést síðan 20. mars... Margrét, ég er ekki nógu ánægð með þetta... Síðan er annar nýr blogglinkur á Jarlaskáldið en Jarlaskáldið var bekkjarbróðir Gumma í Seljaskóla og er vinur herra Andréssonar og frúar en það eru Elín vinkona og Magnús hennar. Frásagnarlist skáldsins er einhver sú besta sem sést hefur í bloggheimum enda skáldið einkar vel máli farin. Stundum er skáldið full langmæltur en bætir það upp með skemmtilegum stíl og frásagnarlist sem er gaman að skoða. Sem sé frábært blogg sem vert er að lesa, sérstaklega fyrir bloggara sem virða ekki íslenskt mál og skrifa á talmáli sem ég þoli ekki að lesa. Orð eru skrifuð eins og .... nottla=náttúrulega, maur=maður, ekkva=eitthvað, tjilla= taka því rólega, tjekka=skoða/kanna, akkuru= af hverju... Þetta er víst e-r nýr stíll, þ.e. þegar menn nota þessi dæmi í frásögn, ég er nú ekki vel að mér í íslensku en rosalega fer þetta í taugarnar á mér þegar fólk skrifar svona... verð ákaflega örg. Þess vegna les ég Jarlaskáldið og fleiri góða bloggara sem settir eru inn á síðuna okkar...
 
Það var verið að bæta inn 4 nýjum myndasyrpum og ein þeirra er ekki fyrir viðkvæma ;)

föstudagur, mars 28, 2003

 
Bara komin helgi, púff hvað vikan er búin að líða hratt. Úti er brakandi blíða, 18 gráður í sólinni og Gummi er að massa föstudaginn í vinnunni til að komast heim á skikkanlegum tíma til að geta sest úti með kaldan öl og notið sólarinnar í garðinum. Reyndar fór ég upp í vinnunna til hans þar sem ég hef aldrei komið í heimsókn þangað. Þetta er rosalega flott og notendavænt starfsumhverfi og held ég að mörg fyrirtæki heima á frónni mættu taka sér það til fyrirmyndar. En ég ætla ekki að tala um starfsumhverfi Gumma nánar, hann getur gert það sjálfur. Hins vegar á leiðinni til hans í strætó þá fór ég að hugsa um fólkið sem kom inn í vaginn og fór úr honum aftur. Bara skoða fólkið allt frá leiksskóla hópi, nemendum, nýbökuðum mæðrum til jakkafata gæja og ellismella. Milli 9 -14 á daginn er nánast bara aldraðir sem koma í vagninn og aldraðir skv. minni skilgreiningur er 75+. Kannski lítur fólkið úr fyrir að vera eldra en það er sérstaklega þegar maður hugsar til þess hvað það er búið að reykja lengi úr sér lungu og lifur. Sumir eru svo hrörlegir að mér stendur oft ekki á sama þar sem mér finnst liðið ætla einfaldlega að deyja fyrir framan mig. Oft á tíðum er það svo gamalt og illa farið, hrisstist allt og skelfur, varla nær að halda sér í þegar það fer út úr vagninum. Síðan dregur það á eftir sér innkaupatöskuna, sem er á hjólum og bara rykkir þegar e-ð verður í vegi þess sem sé fætur, skór eða aðrir innkaupapokar. Félagar okkar sem búa hérna í Köben, hvort sem um er að ræða á Amager eða í Herlev, finnst við búa up í sveit. Það er vissulega stutt í sveitina og golfvölinn en að sama skapi eru ekki eru barir og matsölustaðir á hverju horni og bílaumferð langt fram eftir nóttu. Þegar maður hefur ekki heyrt í félögunum lengi, er spurt: hvernig gengur sauðburðurinn??? eða hvað er að frétta úr sveitinni hehe. Þetta er auðvitað ekkert nema öfund þar sem við erum í heldri manna sveitarfélagi og erum með garð og alles... Ef við Gummi búum einhver staðar þá er það á svæði sjálfstæðra ellismella en ekki upp í sveit!!!

þriðjudagur, mars 25, 2003

 
Hættuleg blanda

Vikan að verða hálfnuð og CNN, DR1 og TV2 eru búinar að vera í loftinu nánast 24 - þetta fer að vera ágætt. Þvílík helgi í alþjóðamálum segi ekki annað!!! Það er reyndar lítið annað rætt í fjölmiðlum hérna í Danmörku annað en stríðið. Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu er að þetta er ekki stríð gegn múslímum heldur ákveðnum valdhöfum. Þegar predikarar í moskum eru farnir að dreyfa út miðum gegn stríðinu og þá kemur út hættulegur koktell, pólitíkskar skoðanir og trúarbrögð. Það þarf að telja fólki trú um að það er ekki verið að ráðast gegn trúnni heldur valdhafa sem vill svo óheppilega til að er múslimatrúar. Hérna skortir fræðslu!!! Ég er nú ekki vel að mér í trúarbragðarsögu en veit að múslimatrúin skiptist í tvennt, shíta og súnníta. Saddam er súnníti og hefur komið fram liðina helgi að hann hefur skipulega tekið shíta úr umferð, bæði drepið þá, fjölskyldur þeirra, fangelsað þá fyrir skoðanir sínar og misþyrmt ílla. Á annari dönsku stöðinni koma fram, í viðtali við tvær shítakonur að enginn hefur drepið eins marga "múslima" og Saddam sjálfur, ekki einu sinni Ísraelsmenn og hafa þeir nú verið duglegir við það... Önnur þeirra sat í fangelsi en hin var ekkja þar sem búið var að drepa manninn hennar fyrir rangatrú. Ég veit nú ekki um áræðanleika þessa en e-ð hlýtur nú að vera til í þessum málflutningi.

Ætli þeir sem brenndu íslenska fánann í miðborg Kaupmannahafnar hafið vitað um þessa skipulegu útrýmingu á shítamúslímum í Írak, en það kom fram í fréttinni að þeir hefðu verið af arabísku bergi brotnir. Mér skildist alltaf að múslímatrúin væri trúarbrögð sem byggðist á bræðarlagi, voru þeir þá að mótmæla stríðinu, með því að brenna íslenska fánann, vegna þess að þeir eru múslímar eða vegna þess að þeir styðja Saddam og skipulegar útrýmingar hans á shítamúslímum? Eða voru þetta einungis íslendingar að mótmæla stríðínu í held sinni án þess að hafa skoðun á valdhöfum í Írak?

Ég er búin að vera hugsa þetta mikið enda fannst mér pínu sárt að horfa upp á fánann minn brenndan en of nánin tengsl stjórnmála og trúarbragða er hættuleg blanda...


fimmtudagur, mars 20, 2003

 
20. mars - dagur þriðju heimstyrjaldarinnar?

Stríðið er byrjað það vita allir núna í morgunsárið. Mér finnst ansi mikil kaldhæðni að hugsa til þess, að á meðan drekk mitt Guatemala-expressó og horfi á live CNN, er fólk að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn, hvort sem hann er íraskur eða fyrir bandamenn. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvað gerði það að verkum að fólki gengi í heri og væri tilbúið til að fórna lífi sínu, sál og útlimum fyrir sína ástkæru fósturjörð. Hjá flestu fólki lifum við einugis einu sinni þótt það séu sumir sem segjast hafa lifað í öðrum lífum en ég er ekki ein af þeim. Þrátt fyrir að ég elski mitt land, beri virðingu fyrir mínu móðurmáli og sé stolt af því að vera Íslendingur, er ég ekki tilbúin til að fórna lífi mínu fyrir það. Gæti ég þá talist annars flokks þjóðfélagsþegn?
Það er svo margt sem ég á eftir að gera, skoða heiminn, vonandi eignast fjölskyldu, gifta mig, vinna og eyða tímanum með þeim sem mér þykir vænt um, fjölskyldan mín og vinir. Þessir hermenn sem eru í viðbragðstöðu og bíða eftir fyrirmælum um innrás/vörn finnst mér vera að ganga út í opninn dauðann þrátt fyrir að þeir séu vopnaðir. Margir eru ungir og barnlausir en síðan eru fjölskyldu fólk. Röksemd Hannesar Hólmsteins myndi vera "þetta er þeirra val" og þar er ég honum sammála en hvað gerir það að verkum að þeir velja þessa leið í lífinu??? Hafa þeir ekki séð heimildarþætti, viðtöl við fyrrum hermenn um hvaða afleiðingar stríð hefur á sálina. Ég hef séð óteljandi þætti, bæði sögulega heimildarþætti, viðtöl þar sem hermenn lýsa aðstæðum sínum og margir hverjir brotna niður og einfalda gráta við að segja sögu sína og lýsa aðstæðum sínum, jafnvel þótt að 60 ár síðan að WW2 lauk. Hvað segir þetta okkur hinum sem höfum aldrei verið í beinu stríði eða misst ættingja okkar við svona aðstæður. Jú að stríð séu alveg hrikaleg jafvel þótt að menn komist lifandi í gegnum þau, hafa þau varanleg áhrif á sálina og skiptir þar engu um hvort um sé að ræða bandamenn eða óvini.

Stríð eru hræðileg fyrir alla held ég og hafa bein/óbein áhrif á líf okkar allavega eru komnir verðir fyrir framan vinnuna hans Gumma og verða þar á skrifstofutíma, segir það okkur ekki eitthvað?


þriðjudagur, mars 18, 2003

 
Ætli heimurinn sé tveimur sólarhringum frá þriðju heimstyrjöldinni?


Á forsíðu Politiken, sem var að detta inn um lúguna hjá mér, stendur Sammenbrud i FN - krig på vej med dansk støtte. Andes Fogh forsetisráðherra gefur út ákvörðun í seinna í dag þegar Utanríkisnefndin hefur hisst og línunarnar hafa verið lagðar. Mér finnst sl. vikur og sérstaklega sl. vika hafa verið ótrulegar. Að hluta til hafa Sameinuðuþjóðirnar (UN) brugðist hluverki sínu þar sem Írak hefur komist upp með ótrúlegustu hluti sl. tíu árin bæði hvað varðar eignarhald ólöglegra gereyðingar vopna og hvernig Saddam hefur komist upp með að halda þessari stefnu sinni. Eru Sameinuðuþjóðirnar kannski orðin marklaus kjaftaklúbbur aðildarþjóðanna? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir heimsbyggðina þegar USA, UK, og SPÁNN og fleiri fullvalda ríki ráðast inn í annað fullvalda ríki án samþykkis UN? Við vitum öll að stríð hefur skelfilegar afleiðingar fyrir saklaust fólk en gr. 1441 virðist heimila stríð gegn utankomandi ógn þrátt fyrir að samþykki UN skortir?
Á Discovery hafa verið heimildaþættir um Írak og hvernig Saddam komst til valda. Er ég nokkuð sannfærð um að hann hafi lesið Furstann eftir Machiavelli þar sem hann hefur framkvæmt margt af því sem Machiavelli mælti með við Furstann. Fyrir þá sem aldrei hafa heyrt um bókina Furstann, þá var hún skrifuð af Nicolo Machiavelli (1469-1527) árið 1513 um hvernig Furstar á Ítalíu ættu að halda völdum ásamt því vera góðir leiðtogar það er bera lævisi refsins og grimmd ljónsins. Saddam hefur örugglega lesið valda kafla úr bókinni en sem dæmi, fjarlægði sína nánustu samstarfsmenn og vini, ráðherra og embættismenn þegar hann komst til valda þar sem hann taldi sig stafa ógn af þeim, einnig gerði hann barnabörnin sín föðurlaus eftir að hafa drepið tvo af tengdasonum sínum. Í Furstanum segir "it is better to be feared than to be loved" þetta virkar fyrir mig ef ég væri Íraki, þá væru það nokkuð skýr skilaboð til mín, sem almennur þegn, að ef hann dræpi tengdasyni sína, þá væri nú kannski betra að hlíða honum...humm... nokkur sterkur leikur hjá félaga Saddam. Mér fannst nokkuð áhugavert og ég vissi ekki, (sýnir hvað maður lærir nú lítið um stjórnmálasögu annarra landa sem ekki tilheyra Vesturlöndum) að fyrir stríðið við Íran, kom Saddam á laggirnar nokkurskonar mynd af velferðaríki þar sem almenningur komst í skóla, lestur varð útbreyddari, heilbrigðistofnanir risu með nýjustu og flottustu tæki þess tíma og allir fengu aðgang að þjónustunni og lyfjum. Þarna fékk hann fólkið í lið með sér, og Machiavelli mælir með að Furstinn sé rausnarlegur en svo skall stríðið á og allir olíupeningarnir fór í stríðsrekstur og þjóðin leið fyrir það eins gerist alltaf þegar stríð skellur á. Saddam á 50 -60 marmarahallir, sannkallaðar glæsihallir fullar af gullhúðuðum húsgögnum og málverkum af honum. Á afmælisdaginnn sinn býður hann þjóðinni í afmælið sitt í gegnum sjónvarpsútsendingu, sem er send út frá einum af 50 höllum hans. Þar sést hvernig hann býr, hvað hann er í flottum fötum, silfurborðbúnaðurinn og allar gjafirnar sem hann fær. Þetta horfa þegnar hans upp á, sumum finnst þetta eflaust allt í lagi en öðrum ekki, þeir geta bara ekki talað um það!!!! ... ætli lýðræðið leysi það?

Ég held að það verði löng og blóðug styrjöld framundan sem við horfum á í sjónvarpinu og þar verða notuð vopn sem hafa skuggalegar afleiðingar.

Hrikalegt....

mánudagur, mars 17, 2003

 
Hvor er logikken i det danske sprog ?

Vi starter med LÅS, der i flertal er LÅSE,
men flertal af GÅS er GÆS - ikke GÅSE.
Vi taler om FLOD, er der flere, siger vi FLØDDER.
Er der EN er det Den, er der TO, diger man DISSE,.
Hvorfor fa´n hedder PEN i flertal ikke PISSE.

At flertal af MAND er MÆND - ikke MÆNDER
er svært at forstå, når en TAND bliver til TÆNDER,
skønt flertal af AND som bekendt hedder ÆNDER
så hører man aldrig, at SPAND bliver til SPÆNDER.

En anden mærkværdighed her til lands:
I tredje person er det HAN, HAM, og HANS.
Er det sund logik - ja derom spørger jeg kuns -
man ikke om damer siger HUN, HUM og HUNS?

At SYNGE o datid på dansk hedder SANG,
men GYNGES imperfektum er ikke GANG.
Og hvem kan forstå, hvorfor SPRINGE er SPRANG,
når BRINGE i datid ikke er BRANG?

Korrekt hedder datid af BRINGE jo BRAGTE,
hvor er så logikken, når man siger BRAGTE
på basis af infinitiven at BRAGE?

Et andet eksempel: det hedder AT TAGE
Det bøjes til datid ved, at man siger TOG.
Skulle BAGE så ikke give BOG?
Når BRINGE er BRAGTE, skulle BRAGTE være BRINGE;
men så måtte RAGTE være datid af RINGE
og RAGTE det findes på dansk faktisk ikke,
derfor må vi hellere lade spørgsmålet LIGGE

HVOR ER LOGIKKEN I DET DANSKE SPROG???






 
Frábær helgi að baki

Við hjónaleysin vorum rosalega afkastamikil um helgina, reyndar ekki ég í lærdómi og er samviskan er farin að naga mig geðveikt... en við fórum í mat til elskulegrar vinkonu minnar og nöfnu Ólafar Söru og fylgifiskarnir hennar tveir voru líka á staðnum, Palli og Helena Eva. Óskar nokkur Sigurgeirsson og fröken Ragnheiður voru í helgar heimsókn hjá þeim og áttum við sjö mjög notalega kvöldstund saman. Helena Eva var nú ekki alveg að taka "næstum því frænku" sína í sátt og sýndi mér hverja skeifuna á fætur annarri sem endaði með því að ég þurfti að yfirgefa svæðið. Mig grunar að Palli hafi klipið í hana, alltaf þegar við hittumst, þannig að þegar hún sér mig fæ ég bara skeifu og garrgg... humm ég verð bara koma oftar í heimsókn og á endanum hættir hún að baula á mig :(
Laugardagurinn var busy, búðarferð, sólarhleðsla úti í garði, heimsókn til Hildar Einars, yfirkortagerðarsérfræðing og þaðan lá leiðin niður í bæ, til að hitta Kötu og Hadda og borða með þeim. Það er langt síðan ég varð svona mett, vá...afvelta röltum við heim frá lestarstöðinni til að koma meltingunni í gang... gott kvöld með skemmtilegum félagskap... gerist ekki betra.
Sunnudagurinn var líka busy, þvottur, matarboð, þar sem föstudagsliðið mætti í mat og sólun úti í garði. Gummi tók tölvuna í gegn með Nonna nágranna en hann og Alma eru farin að blogga sem aldrei fyrr...sem sé samkeppni um fréttir frá Holte eru í algleymingi.

föstudagur, mars 14, 2003

 
Utanrkjörfundaratkvæðagreiðsla hefst erlendis 15. mars

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 10. maí 2003 hefst hjá sendiráðum Íslands erlendis, fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg þann 15. mars nk. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.
Utanríkisráðuneytið bendir væntanlegum kjósendum á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Þá er athygli kjósenda vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Fyrir þá sem búa erlendis og vilja kjósa í kosningunum í vor... ekki klikka á þessu og munið að þið verðið sjálf senda atkv. í póst/eða senda það á e-n annan hátt. Í síðustu kosningum voru dæmi um að atkv. bárust of seint.. ekki láta það verða þitt atkvæði.


fimmtudagur, mars 13, 2003

 
Ok ... núna ætla ég að hætta þessu sjálfsprófs rugli og klára strauja mánaðarbyrgðir af skyrtum og dúkum. Mikið djö..&%$#$ er það leiðinlegt...
 
Nokkuð skemmtilegt fyrir forfallna kaffifíkla eins og mig, sem finnst Latte ákaflega gott...
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


 
Ég er Ingibjörg en hvaða leiðtogi verður þú?
Kannski ég ætti að fara í framboð???... humm







Þú ert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:

Best er að fá loforð þín í þríriti til að geta hermt þau upp á þig því að þér finnst mikilvægara að komast til valda en að vera samkvæm sjálfri/um þér.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið






 
Ég var að lesa nokkuð áhugaverða grein á Tíkinni. Mig langar að biðja ykkur að lesa hana og segja síðan hvað ykkur finnst um það sjónarhorn sem höfundurinn kemur fram með og hver veit nema við getum skiptst á skoðunum um hlutverkaskipti kynjanna!!! Önnur grein sem Magga benti mér kemur inn á sama viðfangsefni en frá annari nálgun.
Það var nú alþjóðlegur kvennadagur fyrir nokkrum dögum og málefnið er áhugavert
Jæja fólk... koma svo :) ekki vera feimin nú er tækifærið að láta gamminn geysa og ræða þetta mál til mergjar ;)
 
Vorið er komið og grundirnar gróa.... já er ekki að skrökva en vorið er komið til Holte, veit ekki með aðra staði í Danmörku en í Holte heyrist fuglasöngur á morgnana og íllgresið í garðinum mínum er farið að vaxa... jájá náttúran bara farin að taka við sér og áður en langt um líður verður hægt að sóla sig í garðinum.. ummm..... hvað ég hlakka til leggjast og láta sólina verma mig með einn kaldan í hendinni :o

Settið kemur svo eftir mánuð ásamt ömmu og afa og Olgu sys ... maður verður að fara safna XXX í sarpin. Ég er búin að reikna út að ef við kaupum 4-5 vínflöskur á viku þennan mánuð þá verðum við nokkuð vel sett þessa rúmu viku sem heimsóknin varir, þá verður gaman gaman.
 
Tvær myndasyrpur er komnar inn... fleiri eru á leiðinni

miðvikudagur, mars 12, 2003

 
Loksins tími til að skrifa... búið að vera brjálað að gera :o

Á laugardaginn fórum við á Cabaret og var þetta hin besta skemmtun. Fyrir þá sem ekki þekkja til söguþráðarins, þá gerist sagan í Berlín á millistríðsárunum á Kit Kat Club þar sem lífið gengur út á dans, söng, drykkju og hórdóm. Ungur blaðamaður kemur til Berlínar til að skrifa bók og verður ástfangin af einni kisulórunni. Allavega..þegar stigið var inn í salinn komum við inn á Clúbbinn, reykmettaðan stað, enda máttu áhorfendur reykja fyrir sýninguna til að fá þessa umgjörð í "Clubbinn" sjálfann. Fyrir framan sviðið voru borð með fjórum stólum og lampa í miðjunni en síðan voru sæti eins og í venjulegu leikhúsi. Með því að hafa þessi borð fyrir framan sviðið þá voru áhorfendurnir á borðunum meðleikendur í sýningunni alger snilld og við vorum svo heppin að sitja á einu borði. Þetta var svona Moulin Rouge stemning þar sem öll lýsing var rauð, rauðir lampar á borðunum, og úr loftinu hengu rauð ljósker og kisulórunar, sem sé konurnar sem dönsuðu, byrjuðu sýninguna á því að ganga um salinn og strjúka og blikka karlmenn á borðunum, klæddar í skrautleg nærföt, netasokkabuxur og háhælaða. Sem sé frábærir búningar, stórgóður söngur, flott stemning... bara nánast fullkomið show nema þegar danskan var töluð skuggalega hratt... og ég skildi ekki orðin þrátt fyrir að ná þemanu. :) Ef Íslendingar ætla að koma til Danmerkur í sumar mæli ég með þessum Cabaret, enda frábær skemmtun og miklu skemmtilegra að fara á Cabaret heldur en að fara í Tivoli...

föstudagur, mars 07, 2003

 
Hvað er málið með mig og bakteríur, flestum tekst að lifa með þessum ágætu lífverum en mér á ekki að takast það. Búin að vera drulluslöpp alla vikuna og gruna að ég væri með matareitrun... þekki vel einkennin eftir að vinkona mín, hún Ella, kom í heimsókn fyrir nokkrum árum, nóg með það. Þorði ekki annað en að fara til læknis enda histerisk á matareitarnir og fékk tíma um leið, e-ð sem Íslenskir heimilslæknar ættu að taka sér til fyrirmyndar... humm og ég þurfti bara að renna gulakortinu mínu (ekki gull það gerir maður í usa) í gegn og spurði á ég ekkert að borga fyrir heimsóknina borga... ekki borga, svaraði læknaritarinn þar sem þú ert með kortið góða. Ekki einu sinni heimsóknargjald, núna skil ég í hvað skattarnir fara... allavega
Læknirinn gersamlega reitti af sér Íslendingabrandarana og sagði: lustunarpiba orð sem hann hefur eflaust lært af Íslenskum læknanemum. Hann var nokkuð vel að sér í Íslendingasögunum og sagði að... humm það eru nú bara Íslendingar sem fá matareitranir á veturna, nánast öll tilfellin koma á sumrin.
Ég hlóg og brosti út í annað: hvað er málið með mig og bakteríur, ég fæ matareitrun um hávetur þegar flestar bakteríur sofa fegrunarblundi.
Ég á nú ekki annað eftir.....allt saman er þetta tóm vitleysa og rugl...

fimmtudagur, mars 06, 2003

 
Til taka af allan misskilning um Ice-express þá var stór fínt að fljúga með þessu flugfélagi og hvet ég alla þá sem eru á leiðinni milli KEF-CPH og öfugt að nota þetta ágæta félag, sérstaklega til sýna samsstöðu sem neytendur og mótmæla einokun Ice-air á þessari fjölförnu leið Íslendinga. Er alveg sammála félaga mínum Vali að það er betra að hafa valið þ.e. að sitja þröngt heldur og kaupa mat en að borga handlegg og fótlegg fyrir þjónustu sem maður hefur kannski ekki áhuga á. Þeir voru meira að segja á tíma... sem ég tel vera nokkuð gott... biðröðin í tékk-innið var enginn á meðan 5 Ice-air vélar biðu í röð aldarinnar. Þeir gleymdu meira að segja að rukka fyrir kaffið sem ég pantaði enda frekar súr í morgunsárið og enn þá súrari ef ég hefði ekki fengið nokkra bolla...

Í sjálfu sér, svona þegar ég fer að hugsa út í plássið þá efast ég um að Ice-air séu með meira rými fyrir fætur. Vissulega hafa þeir sjónvarp og útvarp en er ekki bara ljómandi fínt að tala við makann sinn, spila við barnið sitt nú eða jafnvel tala við ferðafélagann sem situr við hliðina á manni og maður á mjög líklega ekki eftir að hitta aftur. Annars var sessunautur okkar, í ferðinni heim á klakann, einkar áhugaverður. Þetta var ungur strákur 25 ára og hafði þá sérkennilegu atvinnu, að sitja um borð í flugvélum hjá flugfélögum sem fyrirtækið hans þjónustaði. Fyrirtækið, sem hann vinnur fyrir, býr til matarbakka fyrir flugfélög og starfið hans felst í því, að skrá niður þjónustuna frá a-ö, t.d. hversu langan tíma það tekur að bera fram matinn, hvernig skilvirknin er o.s.fv. Meira að segja kaupir hann matinn, stundum allan matseðilinn (2-4 samlokur) og pakkar honum niður í tösku. Sérstökum kokkunum er síðan færður maturinn til smökkunar og hann athugaður hvort allt standist nú gæðakröfur. Ferðafélaginn byrjaði daginn á að fljúga frá Frankfurt til Köben, þaðan Köben til Íslands, síðan Köben - London og svo London - Frankfurt. Frekar langur vinnudagur enda fær hann frí um helgar... nei þetta er djók...frí um helgar hehehe :) Hann fær frídaga m.v. lengd ferðalaganna.

Hef ég nú hitt margt fólk um ævina sem unnið hefur allavega störf en ég verð að viðurkenna að þetta var eitt af skrítnasta starf sem ég heyrt um.
Merkilegt.. mjög víða er gæðaeftirlit og hvers vegna ættu háloftin að vera einhver undantekning?

miðvikudagur, mars 05, 2003

 
Ég hef nú alltaf verið dyggur aðdáandi Rásar 2 og vaknaði í mörg ár við Morgunútvarpið. Það gefur augaleið að ég get ekki vaknað við útvarpið en þegar ég fer ekki í skólann kl: 08:00 (GMT) kveiki ég á tölvunni og hlusta á Rúv í gegnum netið. Kannski er ég svona íhaldsöm en ég er ekki alveg að taka nýja þáttinn í sátt, Morgunvaktina. Ég er samt mikill fréttafíkill og reyni að hlusta, horfa og lesa allt á öllum miðlum helst í gær en mér finnst þessi nýji þáttur meira stífur heldur en gamla Morgunútvarpið. Kannski er það vegna þess að fréttamenn útvarps eru með í dagskrárgerðinni og þeir eru vanir formfastri miðlun til hlustenda. Ekki misskilja mig en ég tel rúv-fréttirnar mjög góðar og veit ég að fréttamennirnir vanda vinnu sína vel, en kannski þarf þessi blanda aðeins að blandast meira. humm.. ætla að hlusta á nokkra morgna og dæma, kannski verður þetta eins gott og Morgunútvarpið þegar þetta verður orðið þjálla í eyrum.
...er ég alveg að tapa mér yfir Rúv og Morgunútvarpi heima á Íslandi??? :o

 
Já já ég veit... er komin aftur á jörðina og er byrjuð að blogga. Ohh.. hvað er gott að vita að e-r sakni mín :)
Síðasta vika var rosaleg skemmtileg, við ákváðum, einn, tveir og þrír að hoppa í helgarferð til Íslands. Já ég veit, nokkuð skondið að fara í helgarferð heim á fróna. Með ferðinni þá voru nokkrar flugur lagðar. Ég átti afmæli á fimmtudaginn og gat hitt fjölskylduna á afmælisdaginn, Elín vinkona átti afmæli á föstudeginum og mættum við óvænt í veisluna... ég vafði mig í borða og setti slaufu í hárið og varð óneitanlega flottasti pakkinn. Tíminn var samt frekar stuttur en mikið rosalega var gott að komast heim í rokið og rigninguna. Við flugum með Icelandexpress, sem var svo sem ágætt. Þeir hafa bætt við nokkurum sætum og fyrir leggja langa er ferkar þröngt. Mæli ég með því að menn spyrji um sæti við neyðarútganga og tékki sig inn fljótt. Við smökkuðum ekki matinn, tókum bara með okkur samlokur og vatn, en vatnið er selt í vélinni eins og allt annað. Ég spái því að innan nokkra ára verður farið að selja inn á salernin, og menn þurfi að borga fyrir skeinipappírinn. humm... kannski full langt gengið??
endilega kíktu við aftur ;)